Áramótaskaup 1972
Útlit
Áramótaskaupið 1972 var í raun ekkert áramótaskaup. Um var að ræða áramótagleðskap sem hét: Hvað er í kassanum? þar sem fjöldi þekktra og óþekktra listamanna kom fram. Kynnir var Vigdís Finnbogadóttir. Upptöku stjórnaði Tage Ammendrup.