Ólafur Ragnarsson
Útlit
Ólafur Ragnarsson (fæddur 8. september 1944 á Siglufirði, lést 27. mars 2008 í Reykjavík) stofnaði bókaforlagið Vöku og var framkvæmdastjóri þess sem og eftirrennara þess, Vöku-Helgafell og Eddu-miðlun. Hann stofnaði Bókaforlagið Veröld árið 2005.
Hann var blaðamaður á Alþýðublaðinu, frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu og ritstjóri dagblaðsins Vísis.
Hann hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2006 fyrir framlag til íslenskrar bókaútgáfu.
Ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Gunnar Thoroddsen, Vaka, 1981
- Lífsmyndir skálds : æviferill Halldórs Laxness í myndum og máli ásamt Valgerði Benediktsdóttur, Vaka-Helgafell 1992
- Halldór Laxness : líf í skáldskap, Vaka-Helgafell, 2002
- Til fundar við skáldið Halldór Laxness, Veröld, 2007
- Agnarsmá brot úr eilífð, Veröld, 2008
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Gegnir:Ólafur Ragnarsson 1944“. Sótt 29. mars 2008.
- „Mbl.is - Ólafur Ragnarsson látinn“. Sótt 29. mars 2008.
- „Veröld - Ólafur Ragnarsson látinn“. Sótt 29. mars 2008.