Fara í innihald

Halldór Baldursson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Halldór Baldursson er íslenskur teiknari fæddur árið 1965. Hann hefur verið einn af forvígismönnum teiknimyndasögublaðsins GISP og kennt myndskreytingu við Listaháskóla Íslands. Hann hefur og myndskreytt fjölda bóka og auglýsinga.

Skopmyndir hans um íslenskt þjóðlíf hafa birst í Viðskiptablaðinu um árabil og frá 2005 einnig í Blaðinu, sem síðar var endurnefnt 24 stundir. Eftir að 24 stundir voru lagðar niður í kjölfar bankahrunsins 2008 flutti Halldór sig um set yfir á Morgunblaðið, en var svo ráðinn til Fréttablaðsins í mars 2010.

Árið 2006 kom út bókin Í grófum dráttum með skopteikningum Halldórs.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.