Egill Ólafsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Egill Ólafsson (f. 9. febrúar 1953) er íslenskur söngvari, leikari, laga- og textahöfundur. Eiginkona hans er Tinna Gunnlaugsdóttir fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri.

Egill kom fram á sjónarsviðið 1975, fyrst með Spilverki þjóðanna, Stuðmönnum og Hinum íslenzka Þursaflokki. Í leikhúsi hóf hann störf 1976 í sýningu Gullna hliðsins hjá Þjóðleikhúsinu. Hann hefur leikið í fjölda söngleikja og leikrita á íslensku leiksviði, sem og í íslenskum, þýskum og skandínavískum kvikmyndum. Egill hefur og samið tónlist fyrir bæði leikhús og kvikmyndir. Helstu höfundarverk Egils eru varðveitt á eftirfarandi hljómplötum; Hinn íslenski Þursaflokkur, Þursabit, Gæti eins verið, Grettir, Tifa tifa, Blátt blátt, Eva Luna, Angelus novus, Brot (músík úr leikhúsinu), Miskunn dalfiska, Vetur og síðast frá október 2017, FJALL (útg. á vínyl). Auk þess er til fjöldinn allur af hljómplötum með Stuðmönnum/Spilverki þjóðanna og fleirum með efni eftir Egil.

Memberships FÍH (Musicians Equity ) since 1976, FÍL ( Actors Equity ) since 1983, FTT ( Union of songwriters) since1984, STEF ( The Performing Rights Society Of Iceland) 1976, ÍTM (Iceland Music Information Centre, ICE-MIC) since 1996.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.