Ari Eldjárn
Ari Eldjárn (fæddur 5. september 1981) er íslenskur uppistandari. Hann er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland (var með í sjónvarpsþáttunum árið 2012) og hefur komið fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þá hefur hann tekið þátt í handriti Áramótaskaupsins (2013), verið með sitt eigið uppistand Áramótaskop og verið með uppistand með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann var líka með í þáttunum Drekasvæðið sem sýndir voru á RÚV árið 2015.
Ari hefur farið utan; verið með sýninguna Eagle Fire Iron á Fringe hátíðinni í Edinborg og Pardon My Icelandic og ferðast meðal annars til Ástralíu og Finnlands. Árið 2020 var Pardon my Icelandic sýnt á Netflix.
Ari er sonur Þórarins Eldjárns rithöfunds og Unnar Ólafsdóttur veðurfræðings. Hann á 2 dætur með konu sinni.