Fara í innihald

Gunnar Helgason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gunnar Helgason skemmtir á þjóðhátíðardeginum 2024

Gunnar Helgason (f. 24. nóvember 1965) er íslenskur leikari, leikstjóri, og barnabókahöfundur.[1]

Gunnar er fæddur í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991.[1] Hann sá um barnaþáttinn Stundina okkar ásamt Felix Bergssyni árin 1994–1996. Barnaplötur Gunna og Felix voru vinsælar, og hafa þeir troðið upp á fjölskylduhátíðinni Neistaflugi flest ár frá 1999.[2]

Gunnar lék hlutverk í stórmyndinni The Secret Life of Walter Mitty frá 2013 á móti Ben Stiller.

Árið 2015 hlaut Gunnar Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og unglingabókmennta fyrir Mömmu klikk![1] Árið 2018 var kvikmynd gerð upp úr barnabók hans, Víti í Vestmannaeyjum.

Útgefnar bækur

[breyta | breyta frumkóða]
  • 1992 – Goggi og Grjóni
  • 1995 – Goggi og Grjóni: Vel í sveit settir
  • 1997 – Grýla
  • 2010 – Nornin og dularfulla gauksklukkan
  • Bókaröðin um Jón Jónsson og félaga:
    • 2011 – Víti í Vestmannaeyjum
    • 2012 – Aukaspyrna á Akureyri
    • 2013 – Rangstæður í Reykjavík
    • 2014 – Gula spjaldið í Gautaborg
    • 2019 - Barist í Barcelona
  • 2015 – Mamma klikk!
  • 2016 – Pabbi prófessor
  • 2017 – Strákaklefinn
  • 2017 – Amma best
  • 2018 - Siggi Sítróna
  • 2018 – Ísland á HM
  • 2019 - Draumaþjófurinn
  • 2020 - Barnaræninginn
  • 2021 - Palli Playstation
  • 2022 - Hanni Granni Dansari
  • 2023 - Bella Gella Krossari

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 „Gunnar Helgason | Bókmenntavefur“. Bókmenntaborgin – Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. 10. janúar 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. september 2020. Sótt 11. júní 2019.
  2. „Þrautaganga Gunnars Helgasonar“. www.mbl.is. Sótt 11. júní 2019.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.