Steinunn Sigurðardóttir (rithöfundur)
Útlit
Steinunn Sigurðardóttir (26. ágúst 1950) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld. Hún hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1995 fyrir skáldsögu sína Hjartastaður og öðru sinni fyrir skáldsögu sína Ból árið 2023. Foreldrar hennar eru Sigurður Pálsson og Anna Margrét Kolbeinsdóttir.
Steinunn útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og lauk heimspeki- og sálfræðinámi við University College í Dyflinni 1972. Hún gaf út sína fyrstu ljóðabók aðeins 19 ára gömul. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Frönsk kvikmynd byggð á sögu hennar Tímaþjófnum kom út árið 1999.
Steinunn er nú búsett á Selfossi og í Berlín.
Ritverk
[breyta | breyta frumkóða]Barnabækur
[breyta | breyta frumkóða]- Frænkuturninn (1998)
Íslenskar þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]- Listamaður niður stiga, höf. Tom Stoppard (útvarpsleikrit 1984 óútg.)
- Það var hundurinn sem varð undir, höf. Tom Stoppard (útvarpsleikrit 1988 óútg.)
- Svarti prinsinn, höf. Iris Murdock (skáldsaga1992)
- Aumingja Símon, höf. James Saunders
Leikrit
[breyta | breyta frumkóða]- Sjónvarpsleikrit: Líkamlegt samband í norðurbænum (1982)
- Útvarpsleikrit: Útilegan (1983)
- Sjónvarpsleikrit: Bleikar slaufur (1985)
- Útvarpsleikrit: Slysagildran (2014)
Ljóð
[breyta | breyta frumkóða]- Sífellur (1969)
- Þar og þá (1971)
- Verksummerki (1979)
- Kartöfluprinsessan (1987)
- Kúaskítur og norðurljós (1991)
- Hugástir (1999)
- Ljóðasafn: frá Sífellum til Hugásta (2004)
- Ástarljóð af landi (2007)
- Af ljóði ertu komin (2016)
- Að ljóði munt þú verða (2018)
- Dimmumót (2019)
- Tíminn á leiðinni (2022)
Smásögur
[breyta | breyta frumkóða]- Sögur til næsta bæjar (1981)
- Skáldsögur (1983)
- Ástin fiskanna (1993)
- Hundrað dyr í golunni (2002)
Skáldsögur
[breyta | breyta frumkóða]- Tímaþjófurinn (1986)
- Síðasta orðið (1990)
- Hjartastaður (1995)
- Hanami: Sagan af Hálfdani Fergussyni (1997)
- Jöklaleikhúsið (2001)
- Sólskinshestur (2005)
- Góði elskhuginn (2009)
- JóJó (2011)
- Fyrir Lísu (2012)
- Gæðakonur (2014)
- Systu megin (2021)
- Ból (2023)
Ævisögur og endurminningar
[breyta | breyta frumkóða]- Ein á forsetavakt : dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur (1988)
- Heiða - fjalldalabóndinn (2016)