Bergur Ebbi Benediktsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bergur Ebbi Benediktsson (2. nóvember 1981) er íslenskur rithöfundur, ljóðskáld, uppistandari, tónlistarmaður, leikari og lögfræðingur.

Hann var í hljómsveitinni Sprengjuhöllinni þar sem hann söng, spilaði á gítar og samdi lög og texta. Hann hefur skrifað handrit og leikið í íslenskum sjónvarpsþáttum, skrifað pistla fyrir Fréttablaðið. Hann útskrifaðist úr lögfræði frá Háskóla Íslands og kláraði nám í framtíðarfræðum í Toronto, Kanada.

Bergur Ebbi hefur starfað með uppistandshópnum Mið-Íslandi og gefið út tvær ljóðabækur, Stofuhita og Skjáskot. Hann er annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Fílalag.