Fara í innihald

Sverrir Þór Sverrisson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sverrir Þór Sverrisson (fæddur í Reykjavík 5. ágúst 1977) sem er einnig þekktur sem Sveppi er íslenskur sjónvarpsmaður, skemmtikrafur, grínisti og leikari. Hann hefur leikið í fjölda kvikmynda, sjónvarpsþáttum og í leikhúsi.

Sverrir er úr Bakkahverfinu í Breiðholti, Reykjavík.

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

70 mínútur

[breyta | breyta frumkóða]

Hann hóf feril sinn í sjónvarpi í þættinum 70 mínutum á Popptíví árið 2000. Fyrst var Sveppi aðalega í földu myndavélar dagskráliðunum en Sveppi kom hægt og rólega í fleirri og fleirri dagskráliði þangað til að hann var orðinn einn af stjórnendunum þáttarins ásamt Auðunni Blöndal og seinna meir Pétri Jóhanni.

Sjónvarpsþættir

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2003 var Sveppi einn af höfunum og leikurum í sketsaþáttunum Svínasúpan. Næst var Sveppi einn af þáttastjórnendum í Strákarnir sem var með svipuðu sniði og 70 Mínútur nema bara 25 mínútur og ekki í beinni útsendingu. Árið 2008 var Sverrir með Auðunni Blöndal í grínsjónvarpsþáttunum Ríkið. Þeir þættir fengu mikinn innblástur af þáttaröðinni The Office. Hann og Auðunn héldu samstarfinu áfram árið 2009 með þáttinn Auddi og Sveppi sem var á dagskrá til 2011.

Sveppamyndirnar

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2009 kom út barnamyndin Algjör Sveppi og leitin að Villa. Hún varð mjög vinsæl og voru gerð þrjú framhöld af myndinni.

Draumaserían

[breyta | breyta frumkóða]

Frá árinu 2010 til 2018 var Sveppi í þáttum með áskorunum og földum myndavélum. Fyrsta þáttaröðin var Ameríski Draumurinn árið 2010 með Auðunn, Villa naglbít og Agli Einarssyni. Önnur þáttaröð var Evrópski draumurinn árið 2012 með Auðunn, Pétri Jóhanni og Steinda Jr. Þriðja þáttaröðin var Asíski draumurinn árið 2017 með sama fólki. Fjórða þáttaröðin var Suður-ameríski draumurinn árið 2018.

2017 til dagsins í dag

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2017 gerði Sverrir ásamt Audda og Steinda Jr sketsaþáttinn Steypustöðin, önnur þáttaröðin var gerð 2018. Árið 2021 lék Sverrir hlutverk í Leynilögga, íslenskri gaman-spennumynd.

Árið 2021 hóf Sverrir og Pétur Jóhann hlaðvarpsþáttinn Beint í bílinn.