Sverrir Þór Sverrisson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sverrir Þór Sverrisson (fæddur í Reykjavík 5. ágúst 1977) er betur þekktur sem Sveppi eða Sveppi Krull. Sveppi er Ískenskur sjónvarpsmaður, skemmtikrafur, grínisti og leikari. Sveppa langaði afar mikið að fara í Leiklistarskólann og gerði tvær tilraunir til þess en hann komst ekki inn í bæði skiptinn sem olli honum miklum vonbrigðum. Eftir að Sveppa var hafnað frá Leiklistarskólanum fór Sveppi að vinna sem grænmetissali á vöktum og í byggingarvinnu.

Líf Sveppa gekk eðlilega fyrir sig þangað til árið 2000 þegar Sigmar Vilhjálmsson (kallaður Simmi) hringdi í hann og bað hann um að taka þátt í átaki fyrir útvarpsstöðinna Mono, hugmyndin var sú að Sveppi myndi ganga hringinn í kringum landið til að vekja athygli á Mono og safna peningum fyrir langveik börn.

Stuttu seinna sama ár hringdi Sigmar Vilhjálmsson aftur í Sveppa, og bauð honum að verða aðstoðamaður í 70 mínutum. Fyrst var Sveppi aðalega bara í földu myndavélar dagskráliðunum en Sveppi kom hægt og rólega í fleirri og fleirri dagskráliði þangað til að hann var orðinn einn af stjórnendunum ásamt Auðunni Blöndal(kallaður Auddi) og seinna meir Pétri Jóhanni. Þeir stýrðu þættinum til 20.desember 2004 ásamt innslögum frá Huga Halldórssyni eða Ofurhuga.

Stuttu eftir að 70 mínútur þættirnir byrjuðu tók Sveppi það að sér að vekja athygli á þáttaröðinni Fear Factor(en) sem var að fara að hefja sýningar á stöð 2. Hann vakti athygli á þáttaröðinni með því að mæti í morgunsjónvarpið einu sinni í viku og borða eitthvað sem flestir myndu ekki láta sér detta í hug að borða. Þessi dagskráliður hjá Sveppa hefur notið mikilla vinsælda og hefur oft verið gerður síðan þá í þáttum hjá Sveppa líkt og 70 mínútur, Strákarnir og Auddi og Sveppi.

Sveppi skrifaði og lék í sketsaþáttunum Svínasúpan. Það voru gerðar tvær þáttaraðir, sú fyrsta var sýnd í desember 2003 til febrúar 2004 og önnur frá ágúst 2004 til október 2004. Fleiri í þáttunum voru Pétur Jóhann, Auðunn Blöndal, Sigurjón Kjartansson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Jón Gnarr.

Þá færðu þeir sig yfir á Stöð 2 með þáttinn Strákarnir sem var með svipuðu sniði og 70 Mínútur nema bara 25 mínútur og ekki í beinni útsendingu, og allt fyrir fram unnið en 70 Mínútur var yfirleitt unnið samdægurs. Strákarnir gengu til ársins 2006 en þá hættu þeir samstarfinu í bili.

Við tók hlutverk í öðrum þáttum með Tekinn með Auðunni Blönddal til 2007 og Stelpurnar árið 2007 með Pétri og Auðunni. 2008 var Sverrir með Auðunni í grínsjónvarpsþáttunum Ríkið sem er íslenska gerðin af The Office. Hann og Sveppi héldu samstarfinu áfram árið 2009 með þáttinn Auddi og Sveppi sem var á dagskrá til 2011.

Frá árinu 2010 til 2018 var Sveppi í þáttum með áskorunum og földum myndavélum. Fyrsta þáttaröðin var Ameríski Draumurinn árið 2010 með Audda, Villa naglbít og Agli Einarssyni. Önnur þáttaröð var Evrópski draumurinn árið 2012 með Auda, Pétri Jóhanni og Steinda Jr. Þriðja þáttaröðin var Asíski draumurinn árið 2017 með sama fólki. Fjórða þáttaröðin var Suður-ameríski draumurinn árið 2018.

Árið 2011 aðstoðaði hann með útvarpsþáttinn FM95Blö á FM957, þátturinn var hverjum virkum degi. Árið 2018 gerði hann sjónvarpsþátt með vini sínum Eiði Smára þar sem þeir félagar fóru í ferðalag um slóðir Eiðs í knattspyrnuheiminum. Árið 2017 gerði Sverrir ásamt Audda og Steinda Jr sketsaþáttinn Steypustöðin, önnur þáttaröðin var gerð 2018. Árið 2020 gerði Sverrir ásamt pabba sínum sjónvarpsseríu þar sem þeir feðgar fóru í ferðalag saman. 2021 lék Sverrir hlutverk í Leynilögga, íslenskri gaman-spennumynd.

Frá 2021 gerði hann hlaðvarpið Beint í bílinn með Pétri Jóhanni og þeir hafa búið til meira en 200 þætti.