Sverrir Þór Sverrisson
Sverrir Þór Sverrisson (fæddur í Reykjavík 5. ágúst 1977) hann er betur þekktur sem Sveppi eða Sveppi Krull, er íslenskur sjónvarpsmaður og leikari. Hann hóf feril sinn í sjónvarpi í þættinum 70 mínútur á Popptíví frá árunum 2000 til 2005 og lék í öðrum þáttum eins og Strákunum, Audda og Sveppa og Svínasúpunni. Sveppi er mest þessa dagana í Algjörum Sveppa þáttunum fyrir alla aldurshópa og hefur búið til fjórar myndir eftir þeim þáttum.
Ferill[breyta | breyta frumkóða]
70 mínútur[breyta | breyta frumkóða]
Hann hóf feril sinn í þættinum 70 mínútur á Popptíví árið 2001 með því að hjálpa Sigmari Vilhjálmssyni og Jóhannesi Ásbjörnssyni (ganga almennt undir gælunöfnunum Simmi og Jói) með falda myndavél. Síðar var Sverrir meira og meira í þáttunum og varð einn af stjórnendum þáttarins þegar Jóhannes hætti, en þá voru Auðunn, Sigmar og Sveppi með þáttinn. Þeir gáfu út diskinn Besta úr 70 Mínútum sem seldist í yfir 5.000 eintökum og Besta úr 70 Mínútum 2 sem seldist í yfir 10.000 eintökum og diskinn Besta úr 70 mínútum 3. Sigmar hætti í þættinum 2003 og voru þeir Auðunn og Sverrir (Auddi og Sveppi) einir með þáttinn þar til í byrjun árs 2004 þegar Pétur Jóhann Sigfússon gekk til liðs við þá, en hann hafði leikið með þeim í Svínasúpunni. Þeir stýrðu þættinum til 20.desember 2004 ásamt innslögum frá Huga Halldórssyni eða Ofurhuga.
Svínasúpan[breyta | breyta frumkóða]
Sveppi skrifaði og lék í sketsaþáttunum Svínasúpan. Það voru gerðar tvær þáttaraðir, sú fyrsta var sýnd í desember 2003 til febrúar 2004 og önnur frá ágúst 2004 til október 2004. Fleiri í þáttunum voru Pétur Jóhann, Auðunn Blöndal, Sigurjón Kjartansson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Jón Gnarr.
Strákarnir[breyta | breyta frumkóða]
Þá færðu þeir sig yfir á Stöð 2 með þáttinn Strákarnir sem var með svipuðu sniði og 70 Mínútur nema bara 25 mínútur og ekki í beinni útsendingu, og allt fyrir fram unnið en 70 Mínútur var yfirleitt unnið samdægurs. Strákarnir gengu til ársins 2006 en þá hættu þeir samstarfinu í bili.
Tekinn[breyta | breyta frumkóða]
Sveppi aðstoðaði Auðunn Blöndal með Tekinn þar sem hann hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. Þátturinn var til ársins 2007.
Stelpurnar[breyta | breyta frumkóða]
Sverrir lék í þættinum Stelpurnar árið 2007 ásamt Pétri og Auðunni.
Ríkið[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2008 var Sverrir var með Auðunni í grínsjónvarpsþáttunum Ríkið sem er íslenska gerðin af The Office.
Auddi og Sveppi[breyta | breyta frumkóða]
Hann og Sveppi hófu samstarf sitt á ný árið 2009 með þáttinn Auddi og Sveppi sem var á dagskrá til 2011.
Ameríski Draumurinn[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2010 var Sveppi í þáttunum Ameríski Draumurinn ásamt Audda, Villa naglbít og Agli Einarssyni. Í þeim þáttum fóru þeir um öll Bandaríkin og söfnuðu stigum með áskorunum og földum myndavélum.
FM95Blö[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2011 Aðstoðaði hann með útvarpsþáttinn FM95Blö á FM957, þátturinn var hverjum virkum degi frá klukkan 16-18, og í þættinum tók hann upp ný nöfn og þau eru Blö Poop, Blö saurinn, the Poop.
Evrópski Draumurinn[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2012 var hann í Evrópska Draumnum sem gekk út á nokkurn veginn það sama og Ameríski Draumurinn nema það að hann var tekinn upp í Evrópu. Með honum í þáttunum voru Auddi, Pétur Jóhann og Steindi Jr.
Steypustöðin[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2017 gerði Sverrir ásamt Audda og Steinda Jr sketsaþáttinn Steypustöðin, önnur þáttaröðin var gerð 2018.
Asíski draumurinn[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2017 var hann með í Asíska drauminum sem gekk út á það sama og Ameríski og Evrópski nema bara í Asíu.
Suður-ameríski draumurinn[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2018 var hann með í Suður-ameríska draumnum sem var fjórði draumurinn.
Gudjohnsen[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2018 gerði hann sjónvarpsþátt með vini sínum Eiði Smára þar sem þeir félagar fóru í ferðalag um slóðir Eiðs í knattspyrnuheiminum.
Pabbi skoðar heiminn[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2020 gerði Sverrir ásamt pabba sínum sjónvarpsseríu þar sem þeir feðgar fóru í ferðalag saman.
Leynilögga[breyta | breyta frumkóða]
Sverrir lék hlutverk í Leynilögga (2021), íslenskri gaman-spennumynd.