Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (f. 2. júlí 1969) er íslensk leikkona. Hún var með spjallþátt á laugardagskvöldum á undan Spaugstofunni á sínum tíma. Steinunn hefur leikið í ýmsum þáttum og kvikmyndum. Hún lék meðal annars í þáttunum Fangar. Steinunn var gift Stefáni Karli Stefánssyni, leikara og átti með honum 4 börn.
Steinunn er dóttir Bríetar Héðinsdóttur, leikkonu og leikstjóra, og Þorsteins Þorsteinssonar, kennara og þýðanda.
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum[breyta | breyta frumkóða]
Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1996 | Sigla himinfley | Malín | |
Áramótaskaupið 1996 | |||
1997 | Perlur og svín | Eygló | |
1998 | Áramótaskaupið 1998 | ||
1999 | Áramótaskaupið 1999 | ||
2000 | Ikíngut | Verkakona | |
2002 | Litla lirfan ljóta | Kóngulóin | |
2005 | Bjólfskviða | Wealtheow | |
2015 | Réttur | Gabríela | |
2015- 2016 | Ófærð | Aldís | |
2017 | Fangar | ||
2017-2021 | Stella Blómkvist | Edda | |
2019 | Eden | Móðir Viggu | |
2021 | Hvernig á að vera klassa drusla | ||
2021 | Leynilögga | Lögreglukona | |
2021 | Verbúð | Jóna Margrét | |
2021-2022 | Svörtu sandar | Elín | |
2022 | Vitjanir | Inga | |
2023 | Afturelding |
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
