Fara í innihald

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir (f. 2. júlí 1969) er íslensk leikkona. Hún var með spjallþátt[1] á laugardagskvöldum á undan Spaugstofunni á sínum tíma.[heimild vantar] Steinunn hefur leikið í ýmsum þáttum og kvikmyndum. Hún lék meðal annars í þáttunum Fangar.[2] Steinunn var gift Stefáni Karli Stefánssyni, leikara og þau ólu upp 4 börn.[3] Steinunn átti 2 börn fyrir.[1] Hún fékk Grímu verðlaunin 2004 fyrir leik í aukahlutverki fyrir sýninguna Ríkarður þriðji.[4] Steinunn bauð sig fram í í forsetakosningunum árið 2024

Steinunn er dóttir Bríetar Héðinsdóttur, leikkonu og leikstjóra, og Þorsteins Þorsteinssonar, kennara og þýðanda.[5]

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

[breyta | breyta frumkóða]

Steinunn hefur leikið í eftirfarandi kvikmyndum og sjónvarpsþáttum:[2]

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1996 Sigla himinfley Malín
Áramótaskaupið 1996[heimild vantar]
1997 Perlur og svín Eygló
1998 Áramótaskaupið 1998[6]
1999 Áramótaskaupið 1999[heimild vantar]
2000 Ikíngut Verkakona
2002 Litla lirfan ljóta Kóngulóin
2005 Bjólfskviða Wealtheow
2015 Réttur Gabríela
2015- 2016 Ófærð Aldís
2017 Fangar
2017-2021 Stella Blómkvist Edda
2019 Eden Móðir Viggu
2021 Hvernig á að vera klassa drusla
2021 Leynilögga Lögreglukona
2021 Verbúð[heimild vantar] Jóna Margrét
2021-2022 Svörtu sandar Elín
2022 Vitjanir[heimild vantar] Inga
2023 Afturelding
  1. 1,0 1,1 „Ekki ást við fyrstu sýn - RÚV.is“. RÚV. 27. nóvember 2017.
  2. 2,0 2,1 „Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir“. Kvikmyndavefurinn.
  3. „Veikindi Stefáns Karls langt gengin“. www.mbl.is.
  4. „Verðlaunahafar 2004“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júlí 2012.
  5. Júlía Margrét Einarsdóttir (3. ágúst 2023). „Hefur aldrei haft eins gaman af því að vinna í leikhúsi - RÚV.is“. RÚV.
  6. „Engu upp lokið fyrr en á hinsta kvöldi ársins“. Morgunblaðið. 23-12-1998.
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.