Áramótaskaup 2022

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áramótaskaup 2022 er áramótaskaup sem að var sýnt 31. desember 2022 á RÚV. Leikstjóri var Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir var yfirhöfundur handrits en aðrir höfundar voru Sigurjón Kjartansson, Vigdís Hafliðadóttir, Friðgeir Einarsson, Jóhann Kristófer Stefánsson og Dóra Jóhannsdóttir.[1]

Tökur hófust 15. nóvember og var byrjað að klippa áramótaskaupið daginn eftir. 21. nóvember birti Dóra Jóhannsdóttir mynd á Instagram með texta sem að sagði að tökur væru hálfnaðar. Tökum lauk 9. desember.

Skaupinu var vel tekið og sögðu sumir að um væri að ræða besta skaup í áraraðir.[2] Áhorf skaupsins var einnig það mesta í langan tíma.[3]

Ágreiningsmál[breyta | breyta frumkóða]

Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri skaupsins greindi frá ósætti við framleiðanda og aðstoðarleikstjóra skaupsins og væri til komið vegna þess að þeir slitu samskiptum við Dóru vegna erfiðleika í samskiptum þeirra á milli og ágreining um að tökur færu fram á Selfossi.[4] Meðlimir Spaugstofunnar sem að léku í skaupinu kvörtuðu undan launagreiðslum við skaupið en þeir fengu ekkert borgað fyrir þáttöku sína.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. alma (1. september 2022). „Nýr höfundahópur sér um Skaupið í ár“. RÚV . Sótt 1. september 2022.
  2. Hrólfsson, Ragnar Jón. „Skaupið frábært að mati flestra: „Besta skaup frá upphafi?". www.frettabladid.is . Sótt 10. janúar 2023.
  3. „Mesta áhorf á Skaupið í mörg ár“. www.mbl.is . Sótt 10. janúar 2023.
  4. „Skaupið í hættu eftir að framleiðendur hættu samskiptum“. Heimildin. Sótt 14. janúar 2023.
  5. „Munaði hársbreidd að Spaugstofan hætti við þátttöku í Skaupinu“. Heimildin. Sótt 16. janúar 2023.