Auður Haralds
Jump to navigation
Jump to search
Auður Haralds (f. 11. desember 1947) er íslenskur rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hennar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn árið 1979, vakti mikla athygli sem opinská grátbrosleg lýsing á hlutskipti kvenna við upphaf ákveðins kafla í kvennabaráttu á Íslandi. Hún fylgdi henni eftir með Læknamafían 1980 og Hlustið þér á Mozart? 1982.
Skömmu síðar komu út þrjár bækur hennar um Elías sem byggðu á innslögum sem hún skrifaði fyrir Stundina okkar, sem Sigurður Sigurjónsson lék, og unglingabókin Baneitrað samband á Njálsgötunni. 1987 kom svo út: Ung, há, feig og ljóshærð.
Ritverk[1][breyta | breyta frumkóða]
- 1979 Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn
- 1980 Læknamafían. Lítil pen bók
- 1982 Hlustið þér á Mozart?
- 1983 Elías
- 1984 Elías í Kanada
- 1985 Elías á fullri ferð
- 1985 Baneitrað samband á Njálsgötunni
- 1986 Elías, Magga og ræningjarnir
- 1987 Elías kemur heim
- 1987 Ung, há, feig og ljóshærð
- 1994 Aðdragandi (smásaga í Tundur dufl)
- 2007 Litla rauðhærða stúlkan
- ↑ „Auður Haralds“. Kvennabókmenntir (enska). Sótt 19. janúar 2020.