Fara í innihald

Atli Fannar Bjarkason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atli Fannar Bjarkason (fæddur 13. apríl 1984) er verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV. Hann var áður ritstjóri Nútímans, aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar[1] og var kosningastjóri flokksins fyrir Alþingiskosningar 2013[2]. Hann er fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, ritstjóri Monitor og blaðamaður á 24 stundum. Stuttu eftir að Atli Fannar hóf störf á Fréttablaðinu beitti Jón Ásgeir Jóhannesson, einn aðaleigenda 365 miðla, sér fyrir því að Atla yrði sagt upp störfum fyrir að hafa stofnað söfnunarreikning fyrir Jón Ásgeir[3].

Atli var söngvari hljómsveitarinnar Haltrar hóru[4].

Atli var einn höfundur skaupsins 2015. Árið 2016 byrjaði hann með vikuleg innslög sem kölluðust "Fréttir vikunnar með Atla Fannari" í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV. Í september 2019 hygðist hann hætta í vikunni með Gísla Marteini og var þá verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Gummi Stein­gríms með hús­bónda­vald yfir mér“. DV. Sótt 14. júní 2013.
  2. „Atli Fannar er kosningastjóri Bjartrar framtíðar“. DV. 15. ágúst 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. ágúst 2012. Sótt 8. janúar 2013.
  3. Jóhann Hauksson (11. október 2010). „Jón Ásgeir vildi reka blaðamann: „Hann verður ekki í mínum húsum". DV. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2010. Sótt 8. janúar 2013.
  4. Höskuldur Ólafsson (25. júní 2005). „Afslappaðir rokkarar“. Morgunblaðið. Sótt 8. janúar 2013.