Atli Fannar Bjarkason
Atli Fannar Bjarkason (fæddur 13. apríl 1984) er verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV. Hann var áður ritstjóri Nútímans, aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar, formanns Bjartrar framtíðar[1] og var kosningastjóri flokksins fyrir Alþingiskosningar 2013[2]. Hann er fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, ritstjóri Monitor og blaðamaður á 24 stundum. Stuttu eftir að Atli Fannar hóf störf á Fréttablaðinu beitti Jón Ásgeir Jóhannesson, einn aðaleigenda 365 miðla, sér fyrir því að Atla yrði sagt upp störfum fyrir að hafa stofnað söfnunarreikning fyrir Jón Ásgeir[3].
Atli var söngvari hljómsveitarinnar Haltrar hóru[4].
Atli var einn höfundur skaupsins 2015. Árið 2016 byrjaði hann með vikuleg innslög sem kölluðust "Fréttir vikunnar með Atla Fannari" í þættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV. Í september 2019 hygðist hann hætta í vikunni með Gísla Marteini og var þá verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla á RÚV.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Gummi Steingríms með húsbóndavald yfir mér“. DV. Sótt 14. júní 2013.
- ↑ „Atli Fannar er kosningastjóri Bjartrar framtíðar“. DV. 15. ágúst 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. ágúst 2012. Sótt 8. janúar 2013.
- ↑ Jóhann Hauksson (11. október 2010). „Jón Ásgeir vildi reka blaðamann: „Hann verður ekki í mínum húsum"“. DV. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2010. Sótt 8. janúar 2013.
- ↑ Höskuldur Ólafsson (25. júní 2005). „Afslappaðir rokkarar“. Morgunblaðið. Sótt 8. janúar 2013.