Stefán Karl Stefánsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Karl Stefánsson
FæddurStefán Karl Stefánsson
10. júlí 1975
Hafnarfjörður,
Fáni Íslands Íslandi
Dáinn21. ágúst 2018 (43 ára) Reykjavík, Íslandi
Ár virkur1994 – 2018

Stefán Karl Stefánsson (fæddur 10. júlí 1975 í Hafnarfirði, látinn 21. ágúst 2018 í Reykjavík) var íslenskur leikari. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sín sem Glanni glæpur í Latabæ og sem Trölli (The Grinch) í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum víða í Bandaríkjunum og Kanada.

Stefán Karl útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999 en áður hafði hann verið í Leikfélagi Hafnarfjarðar frá 13 ára aldri. Hann starfaði í Þjóðleikhúsinu um árabil. Ein þekktasta sýning hans var með Hilmi Snæ Guðnasyni í uppsetningu á írska leikritinu Með fulla vasa af grjóti . Stefán Karl og Hilmir Snær skiptust þar á að leika 14 hlutverk og urðu sýningar nærri 200.[1]

Hann stofnaði samtök gegn einelti; Regnbogabörn, en sjálfur hafði hann lent í einelti.[2]

Árið 2016 var Stefán Karl greindur með krabbamein í gallrásum.[3][4] Hann lést í ágúst árið 2018. Hann lét eftir sig eiginkonuna Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur, leikkonu, tvö börn og tvö stjúpbörn.

Árið 2018 var Stefán Karl sæmdur riddarkrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar og samfélags.

Kvikmynda- og sjónvarpsþáttaferill[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1994 Áramótaskaupið 1994
1995 Einkalíf Nemandi
1999 Áramótaskaupið 1999
2001 Eilífðin Salamandran
Regína Lögregluþjónn
Áramótaskaupið 2001
2002 Áramótaskaupið 2002
Litla lirfan ljóta Ormurinn
Stella í framboði Ingimundur
2004-2007, 2013-2014 Latibær (e. LazyTown) Glanni Glæpur (e. Robbie Rotten)
2007 Anna and the Moods Margir
2009 Jóhannes Diddi
2011 Thor
2011 Kurteist fólk Lárus Skjaldarson
2014 Harry og Heimir Símon

Leiklistarferill[breyta | breyta frumkóða]

Ár Verk Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1997-1998 Frumskógarbókin (Rudyard Kipling)
1998-1999 Krákuhöllin ( Einar Örn Gunnarsson)
1998-1999 Ivanov (Anton Chekhov)
1999-2000 Litla hryllingsbúðin
1999-2000 Draumur á Jónsmessunótt (Shakespeare)
1999-2000 100 eyja sósa (Hallgrímur Helgason)
2000-2001, 2012-2013, 2017 Með fulla vasa af grjóti (Marie Jones) Ýmis
2000-2001 Singin' in the Rain
2000-2002 Kirsuberjagarðurinn (Anton Chekhov)
2001-2002 Cyrano de Bergerac (Edmond Rostand)
2002-2003 Allir á svið! (Noises off) (Michael Frayn)
2002-2003 (Þrjú tilbrigði við lífið (Trois versions de la vie) (Yasmina Reza)
2008-2015 Dr. Seuss' How the Grinch Stole Christmas! The Musical Grinch

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stefán Karl Stefánsson látinn Rúv, skoðað 23. ágúst 2018.
  2. Stefán Karl látinnVísir, skoðað 23. ágúst 2018.
  3. „Stefán Karl lagður inn á sjúkrahús um helgina“. 22. september 2016.
  4. „Stefán Karl alvarlega veikur“. 22. september 2016.
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.