Stefán Karl Stefánsson
Stefán Karl Stefánsson (fæddur 10. júlí 1975 í Hafnarfirði, látinn 21. ágúst 2018 í Reykjavík) var íslenskur leikari. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sín sem Glanni glæpur í Latabæ og sem Trölli (The Grinch) í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum víða í Bandaríkjunum og Kanada.
Stefánsson útskrifaðist úr leiklist árið 1999. En áður hafði hann verið í Leikfélagi Hafnarfjarðar frá 13 ára aldri. Hann starfaði í Þjóðleikhúsinu um árabil. Ein þekktasta sýning hans var með Hilmi Snæ í uppsetningu á írska leikritinu Með fulla vasa af grjóti (Stones in his pockets). Stefánsson og Hilmir skiptust á að leika 14 hlutverk og urðu sýningar nærri 200.[1]
Stefánsson stofnaði samtök gegn einelti; Regnbogabörn, en sjálfur hafði hann lent í einelti.[2]
Árið 2016 var Stefánsson greindur með krabbamein í gallrásum.[3][4] Hann lést í ágúst árið 2018. Hann lét eftir sig eiginkonuna Steinunn Ólínu, leikkonu og fjögur börn.
Stefánsson var sæmdur riddarkrossi árið 2018 fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar og samfélags.
Kvikmynda- og sjónvarpsþáttaferill[breyta | breyta frumkóða]
Ár | Kvikmynd/Þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1994 | Áramótaskaupið 1994 | ||
1995 | Einkalíf | Nemandi | |
1999 | Áramótaskaupið 1999 | ||
2001 | Eilífðin | Salamandran | |
Regína | Lögregluþjónn | ||
Áramótaskaupið 2001 | |||
2002 | Áramótaskaupið 2002 | ||
Litla lirfan ljóta | Ormurinn | ||
Stella í framboði | Ingimundur | ||
2004-2007, 2013-2014 | Latibær (e. LazyTown) | Glanni Glæpur (e. Robbie Rotten) | |
2007 | Anna and the Moods | Margir | |
2009 | Jóhannes | Diddi | |
2011 | Thor | ||
2011 | Kurteist fólk | Lárus Skjaldarson | |
2014 | Harry og Heimir | Símon |
Leiklistarferill[breyta | breyta frumkóða]
Ár | Verk | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
---|---|---|---|
1997-1998 | Frumskógarbókin (Rudyard Kipling) | ||
1998-1999 | Krákuhöllin ( Einar Örn Gunnarsson) | ||
1998-1999 | Ivanov (Anton Chekhov) | ||
1999-2000 | Litla hryllingsbúðin | ||
1999-2000 | Draumur á Jónsmessunótt (Shakespeare) | ||
1999-2000 | 100 eyja sósa (Hallgrímur Helgason) | ||
2000-2001, 2012-2013, 2017 | Með fulla vasa af grjóti (Marie Jones) | Ýmis | |
2000-2001 | Singin' in the Rain | ||
2000-2002 | Kirsuberjagarðurinn (Anton Chekhov) | ||
2001-2002 | Cyrano de Bergerac (Edmond Rostand) | ||
2002-2003 | Allir á svið! (Noises off) (Michael Frayn) | ||
2002-2003 | (Þrjú tilbrigði við lífið (Trois versions de la vie) (Yasmina Reza) | ||
2008-2015 | Dr. Seuss' How the Grinch Stole Christmas! The Musical | Grinch |
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Stefán Karl Stefánsson látinn Rúv, skoðað 23. ágúst 2018.
- ↑ Stefán Karl látinnVísir, skoðað 23. ágúst 2018.
- ↑ „Stefán Karl lagður inn á sjúkrahús um helgina“. September 22, 2016.
- ↑ „Stefán Karl alvarlega veikur“. September 22, 2016.
