Fara í innihald

Virðisaukaskattur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Virðisaukaskattur (VASK, VSK eða VAT fyrir enska heitið value-added tax) er skattur lagður á sölu þjónustu og varnings. VASK-urinn er óbeinn skattur sökum þess að skatturinn er innheimtur af seljanda vöru eða þjónustu en ekki þeim sem borgar skattinn. Virðisaukaskatturinn er uppfinning Maurice Lauré.

Samkvæmt lögum er virðisaukaskattur innifalinn í birtu verði vöru (en kvittun getur sundurliðað), ólíkt því í mörgum löndum, hið minnsta sumum þar sem söluskattur er notaður (t.d. í Bandaríkjunum) þar sem honum er bætt við uppgefið verð þegar keypt er, og ef neytandinn vill vita það fyrir þarf hann að reikna endanlegt verð sjálfur út frá þekktri prósentu (sem getur t.d. verið breytilegt milli fylkja eða innan þeirra).

Dæmi um innheimtu og álagningu virðisaukaskatts:

Verslunareigandi kaupir vöru á 50 kr. af heildsala í ríki þar sem er 10% virðisaukaskattur. Hann kaupir því vöruna á 55 kr. (50 kr. + (50 kr. x 1,1) = 55 kr.). Verslunareigandinn ætlar að fá 90 kr. fyrir vöruna og selur hana því á 99 kr. Verslunareigandinn innheimtir því 9 kr. í VASK en borgar þar af 5 kr. til heildsala. Ríkið innheimtir þá 4 kr. af verslunareigandanum. Neytandinn er aldrei rukkaður þar sem hann borgar skattinn óbeint í verði vörunnar.

Virðisaukaskattur var tekinn upp á Íslandi 1. janúar 1990. Hann var lengi vel 24,5% af flestum vörum og þjónustu en í upphafi árs 2015 var hann lækkaður í 24%.[1]

Til eru tvær tegundir af virðisaukaskatt: innskattur og útskattur. Segjum að einhver verslunareigandi eigi matvöruverslun og kaupi mjólk hjá MS. Þá er innskattur virðisaukaskatturinn sem MS þarf að borga. Hins vegar er útskattur það sem fyrirtæki verslunarseigandans þarf að borga. Ef maður reiknar innskatt – — útskatt fær maður út tölu sem heitir skil.

Vaskurinn reiknast ofan á verð vörunnar. Dæmi: Vara kostar 1000 kr. og síðan er lagt 24% ofan á hana sem gerir söluverð hennar 1240 kr. Til þess að græða 1000 kr. þá þyrfti söluaðilinn þess vegna að selja vöruna á 1240 kr.

Til þess að reikna hver virðisaukaskatturinn er af söluverði vöru er hægt að notast gróflega við 19,35% af söluverði. Dæmi: Vara kostar 1240 kr. Ef 19,35% er dregið frá (1240*0,8065) þá stendur eftir 1000,06 kr. (næstum því).

Hins vegar er er 11% virðisaukaskattur á eftirfarandi vörum:[2]

  • Fólksflutningum innanlands, öðrum en þeim sem eru sérstaklega undanþegnir virðisaukaskatti (almenningssamgöngur o.fl.). Sama gildir um afnot af búnaði sem skipuleggjandi ferðar leggur farþegum til vegna ferðarinnar.
  • Útleigu hótel- og gistiherbergja og annarri gisti þjónustu.
  • Þjónustu ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga við milligöngu um sölu eða afhendingu á þjónustu sem ber 11% virðisaukaskatt og þjónustu sem er undanþegin virðisaukaskatti.
  • Afnotagjöldum hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva.
  • Sölu tímarita, dagblaða, landsmála- og héraðsfréttablaða.
  • Sölu bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, þ.m.t. nótnabóka með og án texta, sem og hljóðupptökur af lestri slíkra bóka. Sama gildir um sölu á geisladiskum og öðrum sambærilegum miðlum með bókartexta, sem og sölu á rafrænum útgáfum slíkra bóka.
  • Sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu til hitunar húsa og laugarvatns.
  • Sölu á matvælum og öðrum vörum til manneldis sem skilgreindar eru í viðauka við lög um virðisaukaskatt, þ.m.t. sölu á áfengi.
  • Aðgangi að vegamannvirkjum, s.s. gjaldtöku vegna aðgangs að Hvalfjarðargöngum.
  • Sölu á geisladiskum, hljómplötum, segulböndum og öðrum sambærilegum miðlum með tónlist en ekki mynd. Sama gildir um sölu á rafrænni útgáfu á tónlist án myndar.
  • Sölu á smokkum, margnota bleyjum og bleyjufóðri.
  • Aðgangseyri að baðhúsum, baðstöðum, gufubaðstofum og heilsulindum. Þetta gildir þó ekki um aðgangseyri að hefðbundnum íþróttamannvirkjum, t.d. sundlaugum.
  • Ferðaleiðsögn.
  1. https://www.rsk.is/atvinnurekstur/virdisaukaskattur/vsk-fyrir-byrjendur/
  2. https://www.rsk.is/media/baeklingar/rsk_1119.is.pdf