Þórhildur Þorleifsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þórhildur Þorleifsdóttir (f. 25. mars 1945) er íslensk leikkona, leikstjóri og fyrrverandi alþingiskona.

Þórhildur sat á Alþingi fyrir Kvennalistann í Reykjavíkurkjördæmi 1987-1991.

Nám og störf[breyta | breyta frumkóða]

Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1976 og stundaði nám við The Royal Ballet School í London 1961–1963. Þórhildur starfaði sem kennari við Listdansskóla Þjóðleikhússins, SÁL-skólann, Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og Leiklistarskóla Íslands um árabil. Hún var fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar 1973–1975 og ein af stofnendum Alþýðuleikhúss árið 1975. Starfaði sem leikstjóri við öll atvinnuleikhús á Íslandi, Íslensku óperuna, sjónvarp o.fl frá 1975-2010. Hún leikstýrði m.a. kvikmyndinni Stella í orlofi árið 1986.[1]

Þórhildur var ein stofnenda Kvennaframboðsins árið 1982 og Kvennalistans árið 1983. Hún var alþingismaður fyrir Kvennalistann frá 1987-1991 og leikhússtjóri Borgarleikhússins frá 1996-2000.[2][3]

Þórhildur gengdi formennsku Jafnréttisráðs frá 2010-2017 og var kjörin fulltrúi í Stjórnlagaráð árið 2011.

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

Þórhildur hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2006[4] og hlaut heiðursverðlaun Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunanna árið 2019.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kvikmyndir.is, „Stella í orlofi (1986)“ (skoðað 4. júlí 2019)
  2. Alþingi, Æviágrip - Þórhildur Þorleifsdóttir (skoðað 12. júní 2019)
  3. Stjórnlagaráð 2011, Þórhildur Þorleifsdóttir (skoðað 12. júní 2019)
  4. Forseti.is, Orðuhafaskrá Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine (skoðað 12. júní 2019)
  5. Ruv.is, „Þórhildur hlýtur heiðursverðlaun“ (skoðað 12. júní 2019)