Ilmur Kristjánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ilmur Kristjánsdóttir (fædd 19. mars 1978) er íslensk leikkona, grínisti og stjórnmálamaður. Hún er þekkt fyrir að leika í Ófærð, Stelpunum, Ástríði og sex skaupum (2006, 2007, 2008, 2013, 2015 og 2018). Hún lék í öllum seríum Stelpnana frá 2005 til 2014 og skrifaði allar einnig.

Hún hefur líka leikið í landssöfnununum fyrir RÚV. Á allra vörum, 2012, Dagur rauða nefsins, 2017 og Stúlka ekki brúður, 2019.

Ferill í íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum[1][breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
2004 Dís Blær
2005 Stelpurnar
2006 Áramótaskaup 2006
2007 Áramótaskaup 2007
2008 Brúðguminn Matthildur
2009 Algjör Sveppi og leitin af Villa Ilmur
2009 - 2013 Ástríður Ástríður
2011 Algjör Sveppi og töfraskápurinn
2013 Ófeigur gengur aftur Anna Sól
Áramótaskaup 2013
2015 Fúsi Sjöfn
Klukkur um jól Kennari
Áramótaskaup 2015 Kona sem hatar skegg
2015 - 2019 Ófærð Hinrika Kristjánsdóttir
2016 Ævar vísindamaður
2018 Víti í Vestmanneyjum Arna
Venjulegt fólk Stella
Áramótaskaup 2018

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Ilmur er gift Magnúsi Sigurði Viðarssyni og eiga þau einn son, fæddan 1. janúar 2014. Ilmur á líka dóttur, fædda 2006 úr fyrra hjónabandi.

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2014 var Ilmur fulltrúi Bjartrar framtíðar sem frambjóðandi í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Hún var kosin í sem formaður velferðarnefndar árið 2015.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ilmur Kristjánsdóttir“. IMDb. Sótt 5. maí 2020.
  2. „Ilmur Kristjánsdóttir“, Wikipedia (enska), 2. maí 2020, sótt 5. maí 2020