Randver Þorláksson
Randver Þorláksson (f. 7. október 1949) er íslenskur leikari. Randver var lengi í sjónvarpsþáttunum Spaugstofan frá 1989 til 2007 þegar dagskrárstjóri RÚV sagði honum upp störfum en því var mikið mótmælt. Árið 2015 setti Spaugstofan sýninguna Yfir til þín á svið í Þjóðleikhúsinu en þar var Randver með í för. Það sama má segja um lokaþátt Spaugstofunnar sem sýndur var á skjánum í janúar 2016. Þekktastur er Randver fyrir hlutverk sín sem róninn Örvar og fréttamaðurinn Sigurður Vilbergsson úr Spaugstofunni.
Í áramótaauglýsingu Kaupþings árið 2007 lék Randver á móti stórleikaranum John Cleese. Hann lék einnig aðalhlutverkið í mottumars auglýsingu ársins 2018 og lék í tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Áttunar L8 sem að kom út í nóvember 2018.