Áramótaskaupið
Áramótaskaupið einnig þekkt sem Skaupið er árlegur 50 mínútna sjónvarpsþáttur sýndur á Ríkissjónvarpinu, sem fylgdi á eftir áramótaþætti Ríkisútvarpsins þegar Ríkissjónvarpið var stofnað árið 1966. Þátturinn er mikilvægur þáttur í áramótahátíð fyrir flesta Íslendinga þar sem þau setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu. Í þættinum er horft á liðið ár með kaldhæðinum og skopsamlegum hætti, sérstaklega stjórnmálamönnum, listamönnum, viðskiptafólki og öðru menningarefni. Áhorf þáttarins er eitt það mesta sem gerist í íslensku sjónvarpi og því mikil pressa á leikstjóra og leikara sem taka þátt í Áramótaskaupinu hvert ár. Auglýsingartími í kring um Áramótaskaupið er dýrasti tími ársins, en um 30 sekúndna auglýsing kostar um 350.000 kr með vsk. [1]. Þættinum lýkur stuttu fyrir miðnætti þannig að þeir Íslendingar sem skjóta upp flugeldum gera það oftast þegar skaupinu er lokið.
Skaupin frá ári til árs[breyta | breyta frumkóða]
Ríkissjónvarpið[breyta | breyta frumkóða]
- 2020: Áramótaskaup 2020
- 2019: Áramótaskaup 2019
- 2018: Áramótaskaup 2018
- 2017: Áramótaskaup 2017
- 2016: Áramótaskaup 2016
- 2015: Áramótaskaup 2015
- 2014: Áramótaskaup 2014
- 2013: Áramótaskaup 2013
- 2012: Áramótaskaup 2012
- 2011: Áramótaskaup 2011
- 2010: Áramótaskaup 2010
- 2009: Áramótaskaup 2009
- 2008: Áramótaskaup 2008
- 2007: Áramótaskaup 2007
- 2006: Áramótaskaup 2006
- 2005: Áramótaskaup 2005
- 2004: Áramótaskaup 2004
- 2003: Áramótaskaup 2003
- 2002: Áramótaskaup 2002
- 2001: Áramótaskaup 2001
- 2000: Áramótaskaup 2000
- 1999: Áramótaskaup 1999
- 1998: Áramótaskaup 1998
- 1997: Áramótaskaup 1997
- 1996: Áramótaskaup 1996
- 1995: Áramótaskaup 1995
- 1994: Áramótaskaup 1994
- 1993: Áramótaskaup 1993
- 1992: Áramótaskaup 1992
- 1991: Áramótaskaup 1991
- 1990: Áramótaskaup 1990
- 1989: Áramótaskaup 1989
- 1988: Áramótaskaup 1988
- 1987: Áramótaskaup 1987
- 1986: Áramótaskaup 1986
- 1985: Áramótaskaup 1985
- 1984: Áramótaskaup 1984
- 1983: Áramótaskaup 1983
- 1982: Áramótaskaup 1982
- 1981: Áramótaskaup 1981
- 1980: Áramótaskaup 1980
- 1979: Áramótaskaup 1979
- 1978: Áramótaskaup 1978
- 1977: Áramótaskaup 1977
- 1976: Áramótaskaup 1976
- 1975: Áramótaskaup 1975
- 1974: Áramótaskaup 1974
- 1973: Áramótaskaup 1973, Þórhallur Sigurðsson.
- 1972: Hvað er í kassanum?
- 1971: Gamlársgleði.
- 1970: Áramótaskaup.
- 1968: Í einum hvelli, Flosi Ólafsson og Ólafur Gaukur Þórhallsson.
- 1967: Áramótaskaup, Ómar Ragnarsson.
- 1966: Áramótaskaup, Andrés Indriðason.
Ríkisútvarpið[breyta | breyta frumkóða]
- 1965: Fuglar ársins: Gamanmál á gamlárskvöldi.
- 1964: Enn eitt árið í hundana, Svavar Gests.
- 1963: Moll-skinn með útúr-dúr.
- 1962: Tilbúið undir tréverki, Svavar Gests.
- 1961: Í þungbæru gamni og glensfullri alvöru, Flosi Ólafsson.
- 1960: Tunnan valt, Jón Múli Árnason og Thorolf Smith.
- 1959: Í gamni og græzkulausri alvöru.
- 1958: Áramótaspé eftir St. J., Gamanvísur eftir Árna Helgason.
- 1957: Glens á gamlárskveldi.
- 1956: Gamanmál á gamlárskveldi, Guðmundur Sigurðsson.
- 1955: Þetta er ekki hægt, Guðmundur Sigurðsson.
- 1954: Missýnir og ofheyrnir á gamla árinu, Rúrik Haraldsson.
- 1953: Gamanleikur: "Fljúgandi diskar", Haraldur Á. Sigurðsson.
- 1952: Gamlar minningar. Gamanvísur og dægurlög - að viðbættum nýjum gamanþætti eftir rjóh.
- 1951: Áramótaþáttur.
- 1950: Áramótaþáttur eftir Jón Snara.
- 1949: Gaman þáttur eftir Jón snara.
- 1948: Gamanþáttur. Létt lög. (Hawai-hljómsveitin).
Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frett.html?nid=1014121 „...30 sekúndna auglýsing á dýrasta tíma ársins í Ríkissjónvarpinu, í kringum Áramótaskaupið, kostar um 350.000 krónur með vsk.“