Áramótaskaup 2020

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áramótaskaup 2020 er áramótaskaup sem sýnt var á RÚV þann 31. desember 2020. Aðal viðfangsefni skaupsins var Covid-19 faraldurinn og samkomutakmarkanir sem fylgdu honum.

Höfundar skaupsins voru Hugleikur Dagsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Reynir Lyngdal var leikstjóri. Tökur byrjuðu í nóvember 2020 og var framleiðandi Republik.[1]

Viðfangsefni[breyta | breyta frumkóða]

Meðal viðfangsefna voru:

 • Mikið magn af sömu spurningum á upplýsingafundum Almannavarna.
 • Seinkanir á fermingum vegna samkomutakmarkana.[2]
 • Mikil aðsókn í Sorpu því það voru allir að nýta tímann við samkomutakmarkanirnar að taka til.[3]
 • Fólk að syngja fyrir utan elliheimili fyrir eldriborgara í samkomutakmörkununum.[4]
 • Flóknar sóttvarnareglur.[5]
 • Fólk sem hélt að sóttvarnareglur ættu ekki við þau því það var búið að fá Covid.
 • Þegar Samherji framleiddi sína eigin heimildamynd um Samherjaskjölin.[6]
 • Þegar allir vildu sýna gamla mynd af sér með Vigdísi Finnbogadóttur.[7]
 • Rasískt merki á fatnaði lögregluþjóns.[8]
 • Veggjakrot á Skúlagötu "Hvar er nýja stjórnaskráin" fjarlægt.[9]
 • Þegar fólk missti félagsfærni vegna of mikillar einangrunar í Covid.
 • Lítil athygli nemenda í fjarkennsla.[10]
 • Helgi Björnsson, Bubbi og fleiri með tónleika sem sýndur voru í beinni útsendingu á netinu.
 • Skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni haldið um borð á meðan Covid-19 veikindi geisuðu um borð.[11]
 • Auglýsing Borgarleikhússins þar sem Bubbi var með sígarettu.[12]
 • Tveir fótboltamenn með enska karlalandsliðinu brutu sóttvarnir þegar þeir hittu tvær konur á hótelherbergi í Hótel Sögu.[13]

Annað sem kom fram í skaupinu: Pabbabrandarar, Björn Ingi, loftslagskvíði, Ísland í dag, Katrín Jakobsdóttir, útilokunarmenning, átakið "Ferðumst innanlands", Gísli Marteinn, Sindri Sindras­son, samskiptaforritið Zoom, Kári Stefánsson, Alma Möller, Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, "Let It Out!" auglýsingaherferðin Inspired by Iceland, jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu,

Lög[breyta | breyta frumkóða]

Frumsamin[breyta | breyta frumkóða]

Upphafslag - lag Stefán Örn Gunnlaugsson og Birgir Steinn Stefánsson, texti Hugleikur Dagsson Held í mér andanum - lag Stefán Örn Gunnlaugsson, texti Hugleikur Dagsson Klárum þetta saman (lokalag) - lag Stefán Örn Gunnlaugsson og Birgir Stefán Stefánsson, texti Bragi Valdimar Skúlason, söngur Friðrik Dór Jónsson, Salka Sól Eyfeld, Stefán Hilmarsson og Ragnhildur Gísladóttir

Lög með nýjum texta[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins í ár“. RÚV . 4. september 2020. Sótt 4. september 2020.
 2. Öllum messum og fermingum aflýst
 3. Gert ráð fyrir töfum á endur­vinnslu­stöðvum Sorpu
 4. Þotu­lið söngvara söng fyrir utan Hrafnistu í Garða­bæ
 5. Segir ó­skiljan­legt að sótt­varnir hér lúti ekki sömu lögum og er­lendis
 6. Nýjasta útspil Samherja gagnrýnt – „Gjörsamlega galið“
 7. Þjóðin ber hlýhug í garð Vigdísar
 8. Rasísk merki og húðflúr gerð óheimil eftir fánamálið
 9. Mikið af veggjakroti í Skúlagötu
 10. Fjarkennsla og stafræn tækni í framhaldsskólum á tímum farsóttar vorið 2020
 11. Skipverji rýfur samskiptabann útgerðarinnar og segist hafa verið látinn vinna með Covid-19
 12. "Smekklaust" að velja sígarettumyndina af Bubba
 13. Nadía og Lára: Ekki búnar að fá krónu fyrir þetta