Fara í innihald

Áramótaskaup 1986

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áramótaskaupið 1986 er áramótaskaup sem sýnt var árið 1986 og var sýnt á RÚV.

Skaupið 1986 var líkt og skaupið árið áður í umsjá hins svokallaða Spaugstofuhóps, þ.e. Karls Ágústs Úlfssonar, Sigurðs Sigurjónssonar, Arnar Árnasonar, Randvers Þorlákssonar og Þórhalls Sigurðssonar. Skaupið gerist að stórum hluta í Höfða þar sem leiðtogafundur þeirra Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjovs fór fram síðla árs 1986. Einnig er fjallað um atriði á borð við stofnun Stöðvar tvö, fyrsta framlag Íslendinga í Eurovision og ýmislegt fleira. Aðrir aðalleikarar í skaupinu (auk höfunda) voru Gísli Halldórsson, Rúrik Haraldsson, Hanna María Karlsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Leikstjóri skaupsins var Karl Ágúst Úlfsson.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.