Alþingiskosningar 2025
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||
63 sæti á Alþingi 32 sæti þarf fyrir meirihluta | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
Kjörsókn: | ||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Alþingiskosningar munu að öðru óbreyttu fara fram árið 2025. Dagsetning þeirra hefur ekki verið ákveðin en 27. september er síðasta mögulega dagsetning þeirra. Á landsfundi Vinstri grænna í október 2024 var samþykkt krafa um að enda núverandi ríkisstjórnarsamband fyrr en átti að gerast og að kosningar munu fara fram um vorið 2025.[1]
Fráfarandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar samanstendur af Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hún tók við af ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á miðju kjörtímabili. Þessi ríkisstjórn hefur verið ráðandi frá árinu 2017. Árið 2017 sögðust rúmlega 80% þjóðarinnar styðja ríkisstjórnina og árið 2018 sögðust 70% styðja hana. Samanborið við hana mældist ríkisstjórnin á undan henni, fyrsta ráðuneyti Bjarna Benediktssonar einungis með 31% um mitt ár 2017 og var því þesi ríkisstjórn vinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga.[2][3][4] Árið 2019 sögðust 52% styðja ríkisstjórnina og 61% árið 2020, en margir voru sáttir við aðgerðir ríkisstjórnarinnar við Kórónuveirufaraldrinum.[5] Svo fór að í alþingiskosningunum 2021 fékk ríkisstjórnin hreinan meirhluta eða samtals 54,3% atkvæða og mældist stuðningurinn 67% sama ár.[6] Árið 2022 mældist stuðningurinn 44% og 35% árið 2023. Árið 2024 mældist stuðningurinn 24%.[7]
Framkvæmd
[breyta | breyta frumkóða]Samkvæmt kosningalögum eiga alþingiskosningar að fara fram í síðasta lagi þegar að fjögurra ára kjörtímabili lýkur en lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðarmótum. Þar sem alþingiskosningarnar 2021 fóru fram á fjórða laugardegi septembermánaðar þurfa þessar kosningar að fara fram í síðasta lagi þann 27. september. Bjarni Benediktsson forsætisráherra hefur lagt til að þær fari fram á þeim degi. Stjórnarandstaðan hefur kallað á að þeim yrði flýtt til haustins 2024 eða vorsins 2025.[8][9] Um leið og hún tilkynnti um framboð sitt til formennsku í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í september 2024 lýsti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra þeirri skoðun sinni að kosningarnar ættu að fara fram um vorið 2025.[10] Þingflokksformenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks útilokuðu ekki að það yrði niðurstaðan.[11] Á landsfundi Vinstri grænna í október 2024 var samþykkt að enda ríkisstjórnarsambandið fyrr og að gera kröfu á kosningar um vorið 2025.[1]
Framboð
[breyta | breyta frumkóða]Útlit er fyrir að níu listar verði í framboði; átta flokkar sem að eiga nú þegar sæti á Alþingi ásamt Sósíalistaflokki Íslands. Fimm flokkar með skráða listabókstafi hafa ekki enn tilkynnt um framboð en það eru Björt framtíð, Frelsisflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Ábyrg framtíð og Alþýðufylkingin.
Arnar Þór Jónsson, fyrrum forsetaframbjóðandi lýsti því yfir í júlí 2024 að hann væri að íhuga stofnun á nýjum stjórnmálaflokki til þess að bjóða fram í kosningunum.[12] Í september fóru fram viðræður um að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn en þær gengu ekki upp og stofnaði hann Lýðræðisflokkinn í sama mánuði.[13] Í september 2024 greindi Ásgeir Bolli Kristinsson frá því að svokallaður DD-listi, klofningslisti af Sjálfstæðisflokknum gæti boðið fram í kosningunum.[14]
Tvö formannaskipti áttu sér stað hjá flokkunum á kjörtímabilinu. Kristrún Frostadóttir tók við af Loga Einarssyni sem formaður Samfylkingarinnar í október 2022 og Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við sem formaður Vinstri grænna af Katrínu Jakobsdóttur í apríl 2024 í kjölfar afsagnar hennar þar sem hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands í forsetakosningum sama ár. Í ágúst 2024 sagðist Bjarni Benediktsson íhuga að hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar.[15]
(B) Framsóknarflokkurinn
[breyta | breyta frumkóða]Framsóknarflokkurinn mun að öllum líkindum verða leiddur af Sigurði Inga Jóhannssyni í kosningunum, rétt eins og í þremur síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur verið þátttakandi í síðustu tveimur ríkisstjórnum frá árinu 2017. Framsóknarflokkurinn hefur misst mikið fylgi í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar.[16]
(C) Viðreisn
[breyta | breyta frumkóða]Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur gefið það út að hún vilji leiða lista Viðreisnar aftur í kosningununum.[17] Viðreisn hefur verið í stjórnarandstöðu frá árinu 2017 og hefur fylgi flokksins verið mjög svipað niðurstöðu kosninganna 2021. Í september 2024 gaf listamaðurinn, fyrrum borgarstjórinn og forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr það út að hann hafði gengið til liðs við flokkinn og ætlaði að sækjast eftir lista hjá flokknum í kosningunum.[18]
(D) Sjálfstæðisflokkurinn
[breyta | breyta frumkóða]Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn í fimm kjörtímabil eða frá árinu 2013. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins varð forsætisráðherra á miðju kjörtímabili í apríl 2024. Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst mikið fylgi á kjörtímabilinu og hefur flokkurinn nánast aldrei mælst lægri. Bjarni greindi frá því í ágúst 2024 að hann væri í hugleiðingum um að hætta sem formaður fyrir landsfund flokksins sem að fer fram í febrúar 2025.[15] Vegna óánægju flokksmanna með stjórn flokksins þá greindi Ásgeir Bolli Kristinsson frá því að svokallaður DD-listi, klofningslisti af Sjálfstæðisflokknum gæti boðið fram í kosningunum í september 2024.[14]
(F) Flokkur fólksins
[breyta | breyta frumkóða]Flokkur fólksins hefur setið í stjórnarandstöðu frá árinu 2017 og er útlit fyrir að Inga Sæland muni leiða flokkinn áfram. Fylgi flokksins hefur verið svipað fylginu sem að flokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningunum.[16]
(J) Sósíalistaflokkur Íslands
[breyta | breyta frumkóða]Sósíalistaflokkur Íslands mun bjóða fram í annað sinn. Þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum náði flokkurinn ekki að koma manni inn í alþingiskosningunum 2021. Flokkurinn hefur mælst ýmist á eða utan þings á kjörtímabilinu, en þó mun oftar utan þings. Gunnar Smári Egilsson er enn formaður framkvæmdarstjórnar flokksins og mun því líklega leiða flokkinn aftur í kosningunum. Í september 2024 greindi Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur að hún myndi gefa kost á sér á lista flokksins í kosningunum.[19]
(M) Miðflokkurinn
[breyta | breyta frumkóða]Miðflokkurinn fékk kjörna þrjá þingmenn í kosningunum 2021 en eftir að Birgir Þórarinsson yfirgaf flokkinn þá var Miðflokkurinn einungis með tvo þingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun leiða flokkinn í þriðja sinn og hefur flokkinn verið í stjórnarandstöðu síðan 2017. Miðflokkurinn byrjaði með mjög lítið fylgi í skoðanakönnunum fyrripart kjörtímabilsins en þegar líða fór á kjörtímabilið þá varð gífurleg fylgisaukning í flokknum og núna er Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn í könnunum.[16] Í september 2024 gekk sundkappinn Anton Sveinn McKee til liðs við flokkinn.[20]
(P) Píratar
[breyta | breyta frumkóða]Píratar munu bjóða fram í fimmta sinn í alþingiskosningunum. Píratar hafa setið í stjórnarandstöðu frá árinu 2013. Landsþing Pírata í september 2024 vakti usla vegna skipun í stjórn flokksins.[21] Fylgi Pírata hefur verið mælst svipað og í síðustu alþingiskosningunum. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir greindi frá því í september 2024 að umræða væri innan flokksins um tilkomu embættis formanns.[17]
(S) Samfylkingin
[breyta | breyta frumkóða]Samfylkingin hefur verið í stjórnarandstöðu síðan árið 2013. Logi Einarsson sem að var formaður flokksins frá 2016 til 2022 hætti sem formaður í október 2022 og var Kristrún Frostadóttir kjörin í embættið. Um haustið 2022 byrjaði Samfylkingin að mælast hærra og hærra og í byrjun árs 2023 var Samfylkingin orðin stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum og er það enn.[16] Kristrún hefur einnig verið nefnd vinsælasti stjórnmálamaðurinn í nánast öllum könnunum.
(V) Vinstri hreyfingin – grænt framboð
[breyta | breyta frumkóða]Vinstri grænir hafa setið í ríkisstjórn frá árinu 2017 og voru frá 2017 til 2024 með forsætisráðherraembættið þegar að formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir var forsætisráðherra. Í apríl 2024 sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra, þingmaður og formaður flokksins og fór í framboð í forsetakosningunum 2024. Í kjölfarið gerðist Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður flokksins frá 2019 að formanni flokksins. Í september 2024 tilkynnti Guðmundur Ingi að hann myndi ekki gefa kost á sér sem formaður á landsfundi flokksins sem að fer fram í byrjun októbers. Í kjölfarið lýsti Svandís Svavarsdóttir yfir formannsframboði og var hún sjálfkjörin formaður flokksins. Vinstri grænir hafa misst mikið fylgi á kjörtímabilinu. Á tíma Katrínar sem formanns mældist flokkurinn með lítið fylgi, en þó alltaf á þingi. Þegar að Guðmundur Ingi tók við sem formaður missti flokkurinn ennþá meira fylgi og mældist nánast alltaf utan þings.
Lýðræðisflokkurinn
[breyta | breyta frumkóða]Arnar Þór Jónsson, hæstarréttarlögmaður og forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum 2024 tilkynnti í júlí 2024 að hann væri að íhuga að stofna nýjan stjórnmálaflokk til að bjóða fram til alþingis.[22] Í september 2024 fóru hinsvegar fram viðræður á milli Arnars Þórs og Miðflokksins sem að gengu út á að Arnar Þór myndi gangast til liðs við Miðflokkinn í stað þess að stofna nýjan flokk. Viðræðurnar gengu ekki upp og stofnaði Arnar Þór Lýðræðisflokkinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt í sama mánuði.[23]
Merki | Flokkur | Formenn | Lista-
bókstafur |
Núverandi sæti |
---|---|---|---|---|
Sjálfstæðisflokkurinn | Bjarni Benediktsson | D | 17 | |
Framsóknarflokkurinn | Sigurður Ingi Jóhannsson | B | 13 | |
Vinstrihreyfingin - grænt framboð | Svandís Svavarsdóttir | V | 8 | |
Samfylkingin | Kristrún Frostadóttir | S | 6 | |
Flokkur fólksins | Inga Sæland | F | 6 | |
Píratar | Formannslaust framboð | P | 6 | |
Viðreisn | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | C | 5 | |
Miðflokkurinn | Sigmundur Davíð Gunnlaugsson | M | 2 | |
Sósíalistaflokkur Íslands | Gunnar Smári Egilsson | J | 0 | |
Lýðræðisflokkurinn | Arnar Þór Jónsson | 0 |
Skoðanakannanir
[breyta | breyta frumkóða]
Fyrir: Alþingiskosningar 2021 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 2029 |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Jósefsdóttir, Sólrún Dögg (10. júní 2024). „Samþykktu ályktun og stefna að kosningum í vor - Vísir“. visir.is. Sótt 6. október 2024.
- ↑ „Stuðningur við ríkisstjórnina lækkar bara og lækkar“. Kjarninn. 27. júní 2017. Sótt 5. október 2024.
- ↑ Björnsson, Ingvar Þór (30. desember 2017). „Þrír af hverjum fjórum styðja ríkisstjórnina - Vísir“. visir.is. Sótt 5. október 2024.
- ↑ „Rúm 70% styðja ríkisstjórnina“. www.mbl.is. Sótt 5. október 2024.
- ↑ „61% segjast styðja ríkisstjórnina - RÚV.is“. RÚV. 5. maí 2020. Sótt 5. október 2024.
- ↑ „Stuðningur við ríkisstjórnina ekki mælst meiri í 3 ár - RÚV.is“. RÚV. 15. nóvember 2021. Sótt 5. október 2024.
- ↑ „Sögulega lítill stuðningur við ríkisstjórn“. www.mbl.is. Sótt 5. október 2024.
- ↑ Þórhallsson, Markús Þ (27. ágúst 2024). „Ekki útlit fyrir kosningar í vetur eða vor - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. ágúst 2024.
- ↑ „Alþingiskosningar“. kosningasaga. 20. maí 2011. Sótt 31. ágúst 2024.
- ↑ Pétursson, Árni Sæberg,Heimir Már (24. september 2024). „Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor - Vísir“. visir.is. Sótt 25. september 2024.
- ↑ Sigurðsson, Bjarki (25. september 2024). „Útiloka ekki kosningar í vor - Vísir“. visir.is. Sótt 25. september 2024.
- ↑ Ragnarsson, Rafn Ágúst (24. júlí 2024). „Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk - Vísir“. visir.is. Sótt 31. ágúst 2024.
- ↑ Stefánsson, Jón Þór (25. september 2024). „Arnar Þór og Miðflokkur náðu ekki saman - Vísir“. visir.is. Sótt 25. september 2024.
- ↑ 14,0 14,1 Sigurðsson, Bjarki (9. apríl 2024). „Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig" - Vísir“. visir.is. Sótt 4. september 2024.
- ↑ 15,0 15,1 Gunnarsdóttir, Þorgerður Anna (31. ágúst 2024). „Bjarni íhugar stöðu sína fram að landsfundi - RÚV.is“. RÚV. Sótt 31. ágúst 2024.
- ↑ 16,0 16,1 16,2 16,3 „Next Icelandic parliamentary election“, Wikipedia (enska), 27. september 2024, sótt 28. september 2024
- ↑ 17,0 17,1 „Silfrið - 9. september 2024 á RÚV“.
- ↑ Guðmundsdóttir, Ingibjörg Sara (26. september 2024). „Jón Gnarr til Viðreisnar - RÚV.is“. RÚV. Sótt 28. september 2024.
- ↑ „Sanna borgarfulltrúi vill á þing“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2024.
- ↑ „Anton Sveinn til liðs við Miðflokkinn“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2024.
- ↑ „Kurr í röðum Pírata“. www.mbl.is. Sótt 28. september 2024.
- ↑ Ragnarsson, Rafn Ágúst (24. júlí 2024). „Arnar Þór íhugar að stofna stjórnmálaflokk - Vísir“. visir.is. Sótt 29. september 2024.
- ↑ Ragnarsson, Jón Ísak (29. september 2024). „Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn - Vísir“. visir.is. Sótt 29. september 2024.