Alþingiskosningar 1979
Alþingiskosningar 1979 voru kosningar til Alþingis sem fóru fram 2.-3. desember 1979. Þá hafði starfsstjórn Alþýðuflokks undir forsæti Benedikts Gröndals setið í tæpa þrjá mánuði með hlutleysi Sjálfstæðisflokksins eftir að önnur ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hafði sprungið fyrir tilverknað Alþýðuflokksins, meðal annars vegna deilna ráðherra Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og óstjórnar í efnahagsmálum.
Framsóknarflokkurinn vann góðan kosningasigur með nýjum formanni Steingrími Hermannssyni og fékk 17 þingmenn. Hann bætti þar með upp tapið frá því í kosningunum árið áður þegar hann hafði aðeins fengið 12.
Eftir kosningarnar tóku stjórnarmyndunarviðræður mjög langan tíma og undir lok janúar 1980 hóf forsetinn Kristján Eldjárn að vinna drög að utanþingsstjórn. Þá tók Gunnar Thoroddsen af skarið og myndaði ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi með stuðning hluta þingflokks Sjálfstæðismanna en gegn vilja formanns flokksins Geirs Hallgrímssonar.
Niðurstöður
[breyta | breyta frumkóða]Formenn | Gild atkvæði | Hlutfall | Þingsæti | Fylgisbreyting¹ | ||
---|---|---|---|---|---|---|
Alþýðuflokkurinn | Benedikt Gröndal | 21.580 | 17,4% | 10 | -4,6% | |
Framsóknarflokkurinn | Steingrímur Hermannsson | 30.861 | 24,9% | 17 | +8,0% | |
Sjálfstæðisflokkurinn | Geir Hallgrímsson | 43.838 | 35,4% | 21 | +2,7% | |
Alþýðubandalagið | Lúðvík Jósepsson | 24.401 | 19,7% | 11 | -2,8% | |
Óháð framboð á Suðurlandi | Eggert Haukdal | 1.484 | 1,2% | 1 | +1,2% | |
Óháð framboð á Norðurlandi eystra | Jón G. Sólnes | 857 | 0,7% | 0 | +0,7% | |
Fylking baráttusinnaðra kommúnista | 480 | 0,4% | 0 | +0,2% | ||
Sólskinsflokkurinn | 92 | 0,1% | 0 | +0,1% | ||
Hinn flokkurinn | 108 | 0,2% | 0 | +0,2% | ||
Alls | 123.751 | 100% | 60 | |||
¹Hlutfallsbreyting frá því kosningunum 1978 |
Forseti Alþingis var kjörinn Jón Helgason, Framsóknarflokki. |
Fyrir: Alþingiskosningar 1978 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 1983 |