Fara í innihald

Lenya Rún Taha Karim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lenya Rún Taha Karim
Persónulegar upplýsingar
Fædd18. desember 1999 (1999-12-18) (25 ára)
Kópavogur, Ísland
StjórnmálaflokkurPíratar
Æviágrip á vef Alþingis

Lenya Rún Taha Karim (f. 18. desember 1999) er íslensk stjórnmálakona og varaþingmaður Pírata[1]. Samkvæmt fyrstu lokatölum í Alþingiskosningum 2021 náði Lenya kjöri sem jöfnunarmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður, en þar með hefði hún verið yngsti þingmaður sögunnar. Í kjölfar endurtalningar í Norðvesturkjördæmi daginn eftir kosningarnar urðu miklar sviptingar á úthlutun jöfnunarmanna sem urðu til þess að Lenya missti þingsætið.[2] Hún sat á Alþingi sem varaþingmaður ellefu sinnum á árunum 2021 til 2024.[1]

Lenya er fædd í Kópavogi árið 1999 en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Kúrdistan.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Lenya Rún Taha Karim“. Alþingi. Sótt 1. janúar 2022.
  2. Ingvar Þór Björnsson; Andri Yrkill Valsson (26. september 2021). „Endurtalning: Konur ekki lengur í meirihluta“. RÚV. Sótt 1. janúar 2022.
  3. Hanna, Elísabet (6. september 2022). „„Mig langar bara alls ekki að þetta skilgreini mig til frambúðar" - Vísir“. visir.is. Sótt 8. nóvember 2024.