Kjördæmasætum er úthlutað samkvæmt hæstu útkomutölum skv. D'Hondt-reglu. J1 til J9 eru jöfnunarsæti í þeirri röð sem þeim er úthlutað á framboð og kjördæmi.
33 karlar náðu kjöri en 30 konur. Hlutfall kvenna á þingi var því jafn hátt og eftir kosningarnar 2016 en hefur aldrei verið hærra en í þessum tvennum kosningum.
Yngsti kjörni þingmaðurinn var Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir en hún var 25 ára og 10 daga gömul á kjördag. Elsti kjörni þingmaðurinn var Tómas Andrés Tómasson en hann var 72 ára og 173 daga gamall á kjördag. Tómas var jafnframt elsti nýliðinn í sögu þingsins. Meðalaldur kjörinna þingmanna var 49,1 ár.
Starfsaldursforseti nýkjörins þings var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem hafði áður setið á 24 löggjafarþingum. Þorgerður og Þórunn Sveinbjarnardóttir voru einu þingmennirnir sem tóku fyrst sæti á Alþingi á 20. öldinni og þannig einnig einu þingmennirnir sem voru fyrst kjörnir voru á þing áður en núverandi kjördæmaskipan var tekin upp.
23 þingmenn voru nýliðar á móti 40 sem áður höfðu gegnt þingmennsku.
1.^M→D - 9. október 2021: Birgir Þórarinsson gekk úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn áður en þing kom fyrst saman eftir kosningar, þingflokkaskipti svo skömmu eftir kosningar eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímanum.
5.^V→X/G – Bjarni Jónsson gekk úr VG 17. október 2024 og tilkynnti síðar að hann hefði gengið til liðs við nýstofnaðan flokk Græningja. Bjarni var þó formlega utan þingflokka síðustu vikur kjörtímabilsins þar sem einn þingmaður getur ekki stofnað þingflokk.
6.^F→M – Jakob Frímann Magnússon gekk úr Flokki fólksins 24. október 2024 og var utan þingflokka í nokkra daga áður en hann gekk í Miðflokkinn.