Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður af Guðmundi Franklín Jónssyni árið 2020. Slagorð þeirra er Fjárfestum, framkvæmum og framleiðum. Flokkurinn er með listabókstafin O. Flokkurinn leggur áherslu á að styrkja grunnstoðir samfélagsins þar sem einstaklingurinn nýtur frelsis til athafna í gegnum sköpunarkraft og með frumkvæði að vopni. Þeir vilja efla beint lýðræði og nota þjóðaratkvæðagreiðslur í mikilvægum málefnum. Að þeirra mati er einstaklingsfrelsi lykillinn að gæfu þjóðarinnar ásamt lágum sköttum, friðsömum og haftalausum milliríkjaviðskiptum, frjálsri samkeppni og sem minnstum ríkisafskiptum. [1]
Þann 14. október 2020 tilkynnti Guðmundur Franklín Jónsson að hann væri að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem ætlaði að gefa kost á sér í alþingiskosningunum 2021 sem að héti Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn.[2] Þann 10. febrúar 2021 var framboðið staðfest og tilkynnt.[3] Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningunum 2021 sem fóru fram þann 25. september 2021.
Guðmundur Franklín sagði af sér sem formaður eftir kosningarnar 2021 og tók Glúmur Baldvinsson við stjórninni eftir þær.[4]
Framboð
[breyta | breyta frumkóða]Alþingiskosningar 2021
[breyta | breyta frumkóða]Flokkurinn bauð fram lista í öllum kjördæmum og fékk 0,4% fylgi í kosningunum og engan kjörinn þingmann með einungis 844 atkvæði.[5] Daginn eftir kosningarnar, 26. september 2021 tilkynnti formaður flokksins, Guðmundur Franklín Jónsson, að hann væri hættur öllum afskiptum sínum af stjórnmálum.[6] Samt tilkynnti hann að flokkurinn væri ekki hættur en óvíst er hver mun taka við hans stjórn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022
[breyta | breyta frumkóða]Í febrúar árið 2022 sagði Guðmundur Franklín Jónsson í samtali við Fréttablaðið að ekki væri von á framboði í sveitarstjórnarkosningunum. Glúmur Baldvinsson, oddviti flokksins í kosningum 2021 sagði í framhaldinu að ekki væri nein plön um það. Hann sagði samt að nýr stjórnmálaflokkur væri á plani.
Formenn
[breyta | breyta frumkóða]Formaður | Byrjaði | Hætti |
---|---|---|
Guðmundur Franklín Jónsson | 2020 | 2021 |
Glúmur Baldvinsson | 2021 | Enn í embætti |
Varaformenn
[breyta | breyta frumkóða]Varaformaður | Byrjaði | Hætti |
---|---|---|
Glúmur Baldvinsson | 2021 | 2021 |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn“. x-o.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2021. Sótt 16. september 2021.
- ↑ Hilmarsdóttir, Sunna Kristín. „Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn býður fram til Alþingis - Vísir“. visir.is. Sótt 16. september 2021.
- ↑ „Segir frambjóðendur nýstofnaðs stjórnmálaafls óttast fjölmiðla“. Stundin. Sótt 16. september 2021.
- ↑ „Glúmur meðal umsækjenda um stöðu bæjarstjóra“. www.mbl.is. Sótt 8. júní 2024.
- ↑ „Lokatölur: Ríkisstjórnin heldur velli með 37 þingmenn“. RÚV. 26. september 2021. Sótt 26. september 2021.
- ↑ Þakkir og uppgjör, sótt 26. september 2021