Fara í innihald

Gunnar Smári Egilsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári árið 2017
Fæddur11. janúar 1961 (1961-01-11) (63 ára)
StörfBlaðamaður, útgefandi, ritstjóri, stjórnmálamaður
Þekktur fyrirSósíalistaflokk Íslands, Fréttablaðið og Samstöðina

Gunnar Smári Egilsson (f. 11. janúar 1961) er íslenskur stjórnmálamaður og gegnir stöðu formanns framkvæmdarstjórnar Sósíalistaflokks Íslands frá árinu 2017 til dagsins í dag og er einnig íslenskur blaðamaður, útgefandi og ritstjóri. Hann er núverandi stjórnarmaður og ábyrgðarmaður frétta hjá Samstöðinni. Hann hefur stofnað og starfað í fjölmörgum miðlum, bæði á Íslandi og erlendis og hefur haft mikil áhrif á fréttaflutning í íslenskum miðlum. Hann var einn af stofnaðilum Sósíalistaflokks Íslands árið 2017. Gunnar Smári ólst upp í Hafnarfirði.

Fjölmiðlaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Gunnar Smári hóf ferilinn sem blaðamaður á 8. áratug 20. aldar. Hann varð fljótlega þekktur fyrir skörp skrif sín og fókus á samfélagsmál. Gunnar Smári var einn af stofnendum Fréttablaðsins og vikublaðanna Eintaks og Morgunpóstsins ásamt því að ritstýra vikublaðinu Pressunni. Auk þess var hann einn af stofnendum og útgefendum Nyhedsavisen sem gefið var út í Danmörku að fyrirmynd Fréttablaðsins og einn af eigendum og ritstjóri Fréttatímans.

Gunnar Smári hefur haft mikil áhrif á íslenska fjölmiðlaumhverfið. Með stofnun og starfi sínu á Fréttablaðinu og öðrum miðlum hefur hann haft bein áhrif á fréttaflutning í íslenskum miðlum.[1]

Stjórnmálaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2014 stofnaði Gunnar Smári Fylkisflokkinn, hóp af fólki sem kallaði eftir því að Ísland myndi sameinast við Noreg, með því að verða af 20. fylki Noregs. Gunnar skrifaði margar greinar sem kölluðu eftir því að leggja niður forsetann og setja upp fylkisstjóra í staðinn, að íslenskan yrði eitt af ríkismálum Noregs, og að íslenski fáninn yrði að fylkisfána.[2]

Gunnar Smári var einn af fjölmörgum stofnaðilum Sósíalistaflokks Íslands, sem var stofnaður 1. maí árið 2017. Hann er núverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins[3]. Sósíalistaflokkur Íslands hefur barist gegn fátækt og fyrir betri kjörum launþega.[4]

  1. „Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið“. Vísir.is. 18. febrúar 2019. Sótt 30. desember 2022.[óvirkur tengill]
  2. „Fylkisflokkurinn vekur athygli ytra“. Vísir. 24. júlí 2014. Sótt 14. júní 2024.
  3. „Skráning – Sósíalistaflokkurinn“. Sósíalistaflokkurinn. Sótt 30. desember 2022.
  4. „Gunnar Smári stofnar Sósíalistaflokk Íslands“. RÚV. 11. apríl 2017. Sótt 30. desember 2022.