Kjarninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kjarninn
Merki fjölmiðilsins
Stofnár: 2013
Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson
Útgáfuform: Stafrænt fréttatímarit
Dreifing/upplag/áhorfendafjöldi: 10.000 skráðra appa
Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf.
Útgáfustaður: Reykjavík, Ísland
Vefsíða

Kjarninn er íslenskt fréttatímarit sem kemur út á iPad, iPhone og á vefnum á fimmtudögum. Einkahlutafélagið Kjarninn miðlar ehf. gefa fréttatímaritið út. Ritstjóri þess er Þórður Snær Júlíusson. Kjarninn er fyrsti íslenski fjölmiðillinn sem sérstaklega er hannaður fyrir spjaldtölvur.[1] Hlaðvarp miðilsins heitir Kjarnaofninn og kemur óreglulega út á vefnum.

Kjarninn kom fyrst út 22. ágúst 2013 og hefur komið vikulega síðan. Í tímaritinu er lögð áhersla á sjálfstæðan fréttaflutning, gagnrýni og skemmtilegheit, að því er stendur í opinberri ritstjórnarstefnu miðilsins. Kjarninn er frímiðill og byggir tekjur sínar eingöngu á auglýsingum. Efnistökin eru ekki háð sérsviðum heldur ráðast af "því sem skiptir máli".[2]

Eignarhald[breyta | breyta frumkóða]

Eigendur Kjarnans eru Gísli Jóhann Eysteinsson, Hjalti Harðarson, Ægir Þór Eysteinsson, Þórður Snær Júlíusson, Magnús Halldórsson, Jónas Reynir Gunnarsson, Birgir Þór Harðarson og Kjarninn ehf.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ritstjórn Eyjunnar. „Ritstjóri Kjarnans: Höfum tröllatrú á því sem við erum að gera“, skoðað þann 4. október 2013.
  2. 2,0 2,1 Fjölmiðlanefnd. „Kjarninn miðlar ehf.“, skoðað þann 4. október 2013.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]