Listabókstafur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Listabókstafur er bókstafur sem notaðir eru til að einkenna framboðslista í kosningum. Það fyrirkomulag að flokkar hafi opinberlega viðurkenndan listabókstaf tíðkast aðeins í Danmörku, Færeyjum og Íslandi. Listabókstafir voru fyrst notaðir í kosningum til danska Landsþingsins árið 1901. Listabókstafir hafa mest vægi við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, en þar greiða kjósendur atkvæði með því að skrifa eða stimpla listabókstaf á auðan kjörseðil. Við venjulegar kosningar á kjördag eru listabókstafir prentaðir fyrir framan nafn stjórnmálasamtaka á kjörseðlum og kjósendur greiða atkvæði með því að merkja X við listabókstaf þess framboðs sem þeir kjósa. Listabókstafir eru gjarnan notaðir í auglýsingum og kynningarefni stjórnmálaflokka.[1]

Notkun listabókstafa á Íslandi var lengi vel lítt samræmd þannig að sami flokkurinn hafði jafnvel ólíka listabókstafi eftir sveitarfélögum og á milli kosninga en meiri festa komst á notkun stafanna um miðbik 20. aldar. Dómsmálaráðuneytið fer nú með úthlutun listabókstafa til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis. Í sveitarstjórnarkosningum úthlutar yfirkjörstjórn í hverju sveitarfélagi listabókstöfum ef um er að ræða framboð sem ekki hafa boðið fram til Alþingis og koma þá þeir stafir ekki til greina sem nýttir eru af framboðum til Alþingis skv. auglýsingu dómsmálaráðuneytis.[2]

Listabókstafir Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi listabókstöfum er nú úthlutað til stjórnmálasamtaka vegna Alþingiskosninga (nöfn stjórnmálasamtaka sem hafa fulltrúa á Alþingi eru feitletruð)[3][4]:

Nokkrir markverðir listabókstafir eldri framboða:

Listabókstafir ekki í notkun:

 • G
 • I
 • K
 • N
 • U
 • X
 • Æ
 • Ö

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Er einhver þörf á listabókstöfum? - mbl.is
 2. Úthlutun listabókstafa og heiti nýrra stjórnmálasamtaka - Dómsmálaráðuneytið
 3. AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka.
 4. AUGLÝSING um listabókstaf stjórnmálasamtaka.
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.