Elliðavatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft yfir Elliðavatn

Elliðavatn er stöðuvatn á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Vatnið er svokallað sigdældarvatn myndað í sigdæld í sprungusveimi sem oft er kenndur við Krýsuvík. Elliðavatn var upphaflega tvö vötn, Vatnsendavatn sem var í Kópavogi og Vatnsvatn sem tilheyrði Reykjavík. Vötnin tengdust með mjóum ál framan við Þingnes. Árin 1924-1928 nær tvöfaldaðist flatarmál vatnins vegna þess að miðlunarstífla var reist á Elliðavatnsengi. Elliðavatn er nú alls um 2 km² að stærð en vatnið er grunnt og er meðaldýpi um 1 m og mesta dýpi um 2,3 m. Vatnasvið Elliðavatns er um 270 km² Mikill hluti af aðstreymi vatns í Elliðavatn rennur neðanjarðar gegnum hraun. Tvær ár renna í vatnið, Bugða eða Hólmsá og Suðurá. Úr Elliðavatni rennur ein á sem heitir Dimma en neðar taka Elliðaár við. Elliðavatn og vatnasvið Elliðaánna er á náttúruminjaskrá.

Við Elliðavatn er Þingnes en þar er talið að sé elsti þingstaður Íslands og staður þar sem hið forna Kjalarnesþing var haldið.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heiðmörk

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]