Vesturbæjarlaug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Anddyri Vesturbæjarlaugar.

Vesturbæjarlaug er almenningssundlaug í vesturbæ Reykjavíkur. Hún var upprunalega byggð árið 1961, en gerðar hafa verið endurbætur 1976 og árið 2014 opnaði stór heitipottur með nuddstútum og iljanuddi. Barnalaugin er samtengd aðallauginni sem er 25 m. á lengd. Þrír smærri heitir pottar eru með mismunandi hitastig og einn kaldur pottur. Þar er einnig gufubað. Í Vesturbæjarlaug læra grunnskólabörn úr Melaskóla, Vesturbæjarskóla, Landakotsskóla og Grandaskóla sund.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]