Fara í innihald

Mjóddin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mjódd)
Mjóddin í Breiðholti.

Mjóddin er verslunar- og þjónustukjarni fyrir Breiðholtshverfi í Reykjavík. Þar er stærsta verslunarmiðstöð Breiðholts.[1] Mjóddin er líka stærsta strætóskiptistöð Reykjavíkur, þar skipta 3.500 farþegar um vagn á dag.[1] Sambíóin Álfabakka eru kvikmyndahús í Mjóddinni. Þar er líka Breiðholtskirkja.

„Mjódd“ er heitið á svæðinu þar sem Breiðholt mætir mýri.[2] Orðið þýðir „það sem er mjótt“.[2]

Uppbygging hófst í kringum 1984/1985[3] og tók þar fyrstur til starfa Landsbankinn.[3] Í dag má finna um 70 fyrirtæki í verslunarmiðstöðinni.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Stáss arkitektar (2015). „Mjóddin +“ (PDF).
  2. 2,0 2,1 „Hvaðan kemur örnefnið Mjódd í Breiðholti og hvað merkir það?“. Vísindavefurinn. Sótt 8. maí 2021.
  3. 3,0 3,1 „Mjóddin í alfaraleið“. Pressan. 17. febrúar 1994.