Faxaflóahafnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Faxaflóahafnir sf. eru fyrirtæki sem stofnað var 18. nóvember árið 2004 og tók við rekstri hafna og hafnarsvæða á Akranesi, Borgarbyggð, Grundartanga og Reykjavík í upphafi árs 2005. Fyrsti hafnarstjóri félagsins var Gísli Gíslason, fyrrum bæjarstjóri Akraness. Eigendur fyrirtækisins eru Reykjavíkurborg (með 75% hlut), Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Skorradalshreppur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.