Fara í innihald

Laugalækjarskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laugalækjarskóli er skóli í Reykjavík sem starfar eingöngu á unglingastigi (7.-10.bekk). Nemendur eru um það bil 317 í 14 bekkjum og starfsmenn um 44. Skólastjóri er Jón Páll Haraldsson.

Flestir nemendur skólans koma úr Laugarnesskóla. Gildi skólans eru; Virðing, eldmóður, gleði.

Stefna skólans hefur verið mörkuð eftirfarandi:

Laugalækjarskóli vill vera í fararbroddi hvað varðar metnað í námi, kennslu og öllu starfi. Við viljum útskrifa ábyrga og sjálfstæða nemendur, tilbúna til að takast á við frekari áskoranir. Lögð er áhersla á jákvæðni, samstarf og uppbyggileg samskipti milli allra í skólasamfélaginu. Jafnræði og mannréttindi eru forgangsverkefni. Umhyggja og vellíðan eru samstarfsverkefni allra í skólasamfélaginu. Sterk sjálfsmynd nemenda er kappsmál og lykill í forvarnastarfi. Við hvetjum nemendur til sjálfstæðrar og gagnrýninnar hugsunar.

Laugalækjarskóli hefur eins og aðrir grunnskólar Reykjavíkur leitast við að sveigja starfsþætti sína enn frekar í átt til einstaklingsmiðaðra náms og aukinnar samvinnu nemenda. Í því verkefni skiptir nýting tölvutækninnar miklu máli. Þróa þarf aðferðir og tæki til að hafa yfirlit yfir framfarir nemenda og stöðu þeirra í náminu. Efling sjálfsmyndar nemenda og félagsfærni hefur einnig verið í brennidepli.

Skólahverfi[breyta | breyta frumkóða]

Laugarnesskóli og Laugalækjarskóli mynda saman grunnskóla Laugarneshverfis, annar starfar á barnastigi og hinn á unglingastigi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.