Sigurjón Birgir Sigurðsson
Sjón | |
---|---|
Fæddur | Sigurjón Birgir Sigurðsson 27. ágúst 1962 Reykjavík á Íslandi |
Sigurjón Birgir Sigurðsson (f. 27. ágúst 1962), þekktur undir listamannsnafninu Sjón, er íslenskt skáld, rithöfundur og handritshöfundur.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Sjón er fæddur í Reykjavík á Íslandi og ólst upp í Breiðholti. Hann er sonur Sigurðar Geirdal, fyrrum bæjarstjóra Kópavogs, og Áslaugar Jónínu Sverrisdóttur fyrrum bankastarfsmanns.[1] Sjón gaf út sýna fyrstu ljóðabók, Sýnir, 16 ára gamall.[2]
Sjón, ásamt öðrum nemendum Fjölbrautaskólans í Breiðholti, stofnaði listamannahópinn Medúsa í árslok 1979 og kenndi hópurinn sig við súrrealisma.[2]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Sjón skrifaði handrit kvikmyndarinnar Regínu með Margréti Örnólfsdóttur, kom fram í heimildarmyndinni Gargandi snilld og skrifaði handrit stuttmyndarinnar Anna og skapsveiflurnar þar sem hann lék Dr. Artmann. Hann skrifaði texta fyrir flest lög kvikmyndarinnar Myrkradansarinn ásamt Björk, Mark Bell og leikstjóranum Lars von Trier.
Sjón hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.
Björk
[breyta | breyta frumkóða]Sjón og Björk kynntust fyrst á unglingsaldri og hafa síðan þá starfað saman við hin ýmsu verkefni.[3][4] Þau stofnuðu tveggja manna rokkabillí-hljómsveitina Rokka Rokka Drum. Sjón hefur samið texta við lög Bjarkar. Fyrir lagið I've Seen it All úr kvikmyndinni Myrkradansarinn voru Björk og Sjón tilnefnd fyrir besta frumsamda lag á Golden Globe-verðlaununum og Óskarsverðlaununum árið 2001. Á opnunarhátíð Sumarólympíuleikanna 2004 flutti Björk lagið Oceania, en Sjón samdi texta lagsins.[5]
Ritaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Verk | Tegund | Útgefandi | Athugasemdir |
---|---|---|---|---|
1978 | Sýnir: yrkingar | Ljóðabók | Sjón | |
1979 | Madonna | Ljóðabók | Sjón | |
1979 | Birgitta (hleruð samtöl) | Ljóðabók | Medúsa | |
1981 | Hvernig elskar maður hendur | Ljóðabók | Medúsa | |
1982 | Reiðhjól blinda mannsins | Ljóðabók | Medúsa | |
1983 | Sjónhverfingabókin | Ljóðabók | Medúsa | |
1985 | Oh!: (isn't it wild) | Ljóðabók | Medúsa | |
1986 | Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til sem heitir leikfangakastalar | Ljóðabók | Medúsa | |
1986 | Drengurinn með röntgenaugun (ljóðasafn 1978–1986) | Ljóðabók | Mál og menning | |
1987 | Stálnótt | Skáldsaga | Mál og menning | |
1989 | Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð 1937 | Myndasaga | Mál og menning | Ásamt Þorra Hringssyni |
1989 | Engill, pípuhattur og jarðarber | Skáldsaga | Mál og menning | |
1991 | Ég man ekki eitthvað um skýin | Ljóðabók | Mál og menning | |
1994 | Augu þín sáu mig | Skáldsaga | Mál og menning | |
1995 | Sagan af húfunni fínu | Barnabók | Mál og menning | |
1998 | Myrkar fígúrur | Ljóðabók | Mál og menning | |
2000 | Númi og höfuðin sjö | Barnabók | Slysavarnafélagið Landsbjörg | |
2001 | Með titrandi tár | Skáldsaga | Mál og menning | Framhald af Með titrandi tár (2001) |
2002 | Sagan af furðufugli | Barnabók | Mál og menning | |
2003 | Skugga-Baldur | Skáldsaga | Bjartur | |
2005 | Argóarflísin | Skáldsaga | Bjartur | |
2007 | Söngur steinasafnarans | Ljóðabók | Bjartur | |
2008 | Rökkurbýsnir | Skáldsaga | Bjartur | |
2013 | Mánasteinn | Skáldsaga | JPV | |
2015 | Gráspörvar og ígulker | Ljóðabók | JPV | |
2016 | Ég er sofandi hurð | Skáldsaga | JPV | Framhald af Augu þín sáu mig (1994) og Með titrandi tár (2001) |
2019 | Korngult hár, grá augu | Skáldsaga | JPV | |
2022 | Næturverk | Ljóðabók | JPV | |
2023 | Kvæði og sögur | Smásagnasafn | Dimma | Þýðingar á sögum Edgar Allan Poe
Aðrir þýðendur eru Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Ástráður Eysteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Jón Karl Helgason og Rúnar Helgi Vignisson |
Verðlaun og viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Verðlaun | Ár | Verk | Flokkur | Niðurstaða | Heimild |
---|---|---|---|---|---|
Menningarverðlaun DV | 1995 | Augu þín sáu mig | Bókmenntir | Vann | |
2002 | Með titrandi tár | Vann | |||
2003 | Argóarflísin | Tilnefning | |||
2013 | Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til | Vann | |||
2016 | Ég er sofandi hurð | Vann | [6] | ||
Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins | 1998 | — | — | Vann | [7] |
Óskarsverðlaunin | 2000 | I've Seen it All | Besta frumsamda lag | Tilnefning | |
Golden Globe-verðlaunin | 2000 | I've Seen it All | Besta frumsamda lag | Tilnefning | |
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs | 2005 | Skugga-Baldur | Besta bókmenntaverk | Vann | |
The Independent Foreign Fiction Prize | 2009 | The Blue Fox (Skugga-Baldur) | Tilnefning | [8] | |
Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin | 2009 | Augu þín sáu mig | Útvarpsverk ársins | Tilnefning | |
Evrópsku ljósvakaverðlaunin (Prix Europa) | 2009 | Augu þín sáu mig | Útvarpsleikrit | Tilnefning | |
Alþjóðlegu Dublin-bókmenntaverðlaunin (IMPAC) | 2013 | Rökkurbýsnir | Stuttlisti | ||
Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana | 2005 | Argóarflísin | Besta íslenska skáldsagan | Vann | |
2013 | Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til | Besta íslenska skáldsagan | Vann | ||
Íslensku bókmenntaverðlaunin | 2003 | Skugga-Baldur | Fagurbókmenntir | Tilnefning | |
2007 | Söngur steinasafnarans | Tilnefning | |||
2008 | Rökkurbýsnir | Tilnefning | |||
2013 | Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til | Vann | |||
2016 | Ég er sofandi hurð | Tilnefning | |||
Best Translated Book Award | 2019 | CoDex 1962 | Tilnefning | [9] | |
L'Ordre des Arts et des Lettres | 2021 | — | Frönsk heiðursorða lista og bókmennta | Vann | [10] |
Edduverðlaunin | 2022 | Dýrið | Besta kvikmyndahandritið | Vann | |
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs | 2022 | Besta kvikmynd | Vann | ||
Sænska akademían | 2023 | — | Norræn verðlaun: Veitt höfundi sem þykir hafa lagt sitt af mörkum með markverðum hætti á sínu sviði | Vann | [11][12] |
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Norðurlandaráð Geymt 7 febrúar 2005 í Wayback Machine
- Skólavefurinn
- Sjón les upp ljóð sín á Lyrikline; með enskum, þýskum og frönskum þýðingum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sífellt sögum ríkari“, Morgunblaðið, 27. ágúst 2012 (skoðað 17. nóvember 2019)
- ↑ 2,0 2,1 „Sjón | Bókmenntaborgin“. bokmenntir.is. Sótt 9. janúar 2025.
- ↑ „Sjón“. Björk.fr (franska). Sótt 9. janúar 2025.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 9. janúar 2025.
- ↑ „Kjóll Bjarkar vakti mikla athygli“. www.mbl.is. Sótt 9. janúar 2025.
- ↑ Bokmenntaborgin.is, „Sjón“ (skoðað 17. nóvember 2019)
- ↑ „Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins | Bókmenntaborgin“. bokmenntir.is. Sótt 10. janúar 2025.
- ↑ „Skugga-Baldur tilnefnd til Independent-verðlauna“. www.mbl.is. Sótt 11. janúar 2025.
- ↑ „From Iceland — 'Öræfi' And 'CoDex 1962' Nominated For BTBA Best Translated Book Award“. The Reykjavik Grapevine (bandarísk enska). 11. apríl 2019. Sótt 11. janúar 2025.
- ↑ „Sjón og Hallgrímur sæmdir heiðursorðu Frakka - RÚV.is“. RÚV. 11. mars 2021. Sótt 11. janúar 2025.
- ↑ Aradóttir, Júlía (20. febrúar 2023). „Sjón handhafi norrænu verðlauna Sænsku akademíunnar 2023 - RÚV.is“. RÚV. Sótt 11. janúar 2025.
- ↑ „Svenska Akademiens pressinformation“. www.svenskaakademien.se. Sótt 11. janúar 2025.