Breiðholtslaug
Útlit
Breiðholtslaug er sundlaug í Breiðholti. Sundlaugin er við Gerðuberg í nágrenni við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og Fellaskóla og til að byrja með var hún eingöngu skólasundlaug. Leiknisvöllurinn stendur við laugina. Aðallaugin, sem er 25 metra útilaug, var opnuð árið 1981.