Brúarskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brúarskóli er sérskóli í Reykjavík stofnaður árið 2003 fyrir börn sem kljást við alvarleg geðræn-, hegðunar eða félagsleg vandamál. Einnig tekur skólinn á móti nemendum sem eru í vanda vegna fíkniefnaneyslu og/eða afbrota. Brúarskóli er með fimm starfsstöðvar en aðalskólinn er við Öskjuhlíð í Hlíðum. Tilgangur starfseminar er að veita tímabundið úrræði fyrir nemendur með það lokamarkmið að gera þá hæfa til að stunda nám í almennum grunnskólum. Þá er lögð áhersla á kennslu í samræmi við áhuga og getu hvers einstaklings og á sama tíma er reynt að styrkja félags- og samskiptahæfni.[1]

Nemendur Brúarskóla eru með slaka samskiptafærni og er staða þeirra slæm þegar það kemur að félaglegum- og hegðunarþáttum. Nokkur atriði tengt úrræðum og starfsemi eru:[1]

  • ART félagsfærni, samskipti og reiðistjórnun
  • Stöðvun á óæskilegri hegðun
  • Vinna að hegðun notandi ýmsar nálganir
  • Líkamleg inngrip í neyð
  • Byggja upp jákvæðni gagnvart skóla og námi
  • Jákvæður stuðningur fyrir hvern einstakling byggt á þroskastöðu
  • Mat á námsstöðu

Fjöldi nemenda er breytilegur milli ára og yfir skólaárið en það eru í kringum 50 nemendur sem stunda nám við skólann. Þá eru í kringum 50 starfsmenn í Brúarskóla og á meðal þeirra eru stjórnendur, kennarar, ráðgjafaþroskaþjálfarar, atferlisþjálfarar, stuðningsfulltrúar og sálfræðingar.[1]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2020. Sótt 23. maí 2020.