Úlfarsá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Úlfarsá er á sem rennur úr Hafravatni. Áin er um 7 km löng og rennur í bugðum og sveigjum til vesturs og fellur til sjávar í Blikastaðakró. . Úlfarsá er yfirleitt 10-20 metra breið, tær og ekki straumþung. Í ánni eru víða fossar og flúðir þeirra á meðal eru Fossaleynisfossar undir Keldnaholti og Króarfoss við ósinn. Árbakkar eru vel grónir. Ofan við Fossaleynisfossa var gerð stífla vegna vatnstöku Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og ofan við stífluna er dálítið lón. Í Úlfarsá er laxveiði.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]