Fellaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fellaskóli er almennur grunnskóli í Efra-Breiðholti. Hann var tekinn í notkun árið 1973 og þjónar aðallega nemendum úr Fellunum, neðri hluta Vesturbergs og neðri hluta Austurbergs. Skólinn er staðsettur við Norðurfell 17-19. Í skólanum er kennt í öllum árgöngum frá 1. til 10. bekk. Við skólann er íþróttahús en nemendur fá sundkennslu í Breiðholtslaug. Skólastjóri (árið 2022) er Helgi Gíslason.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]