Breiðholtsskóli
Útlit
Breiðholtsskóli er grunnskóli í Bakkahverfi í Breiðholti, Reykjavík. Skólinn tók til starfa árið 1969, sinnir Bakka- og Stekkjarhverfi og tekur við nemendum frá 1. til 10. bekkjar.
Skólinn er staðsettur við Arnarbakka 1-3 og við skólann er einnig stórt íþróttahús sem og sundlaug. Skólinn hýsti sókn Breiðholtskirkju á meðan að kirkjan var í byggingu til ársins 1988. Fyrst var messuhald og sunnudagaskóli í anddyri skólans en síðar í hátíðarsal skólans.
Breiðholtsskóli var fyrsti sigurvegari Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík.
Þekktir einstaklingar sem hafa verið í Breiðholtsskóla:
- Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi)
- Ólafur Örn Josephsson (Stafrænn Hákon)
- Helgi Ass Grétarsson, skákmeistari
- Róbert Örn Hjálmtýsson, tónlistarmaður
- Sturla Ásgeirsson, handboltamaður og silfurhafi á Ólympíuleikum.
- Ingimundur Ingimundarson, handboltamaður og silfurhafi á Ólympíuleikum.
- Guðmundur Jóhannsson, upplýsingafulltrúi Símans og tæknisérfræðingur á RÚV.
- Kristján Halldórsson, knattspyrnumaður með ÍR og Val.
- Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
- Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
- Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona.
- Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, handknattleikskona.
- Kristín Dóra Ólafsdóttir, myndlistarkona.
- Eva Rún Snorradóttir, sviðslistakona og rithöfundur.
- Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði.