Listasafn Reykjavíkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Listasafn Reykjavíkur samanstendur af þremur útibúum í borginni; Ásmundarsafni við Sigtún, Hafnarhúsi við Tryggvagötu og Kjarvalsstöðum við Flókagötu. Listasafn Reykjavíkur varðveitir listaverkaeign Reykjavíkurborgar. Listaverkaeignin samanstendur af sérsöfnum listaverka sem eru merkt Ásmundi Sveinssyni, Erró og Jóhannesi S. Kjarval, byggingarlistarsafni og almennri listaverkaeign borgarinnar, þ.m.t. útilistaverkum. [1] Geymt 2006-07-21 í Wayback Machine. Þar að auki eru oft settar upp í því sérstakar sýningar á öðrum verkum.

Í daglegu tali er listasafnið í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu nefnt Listasafn Reykjavíkur, þar eru staðsettar aðalskrifstofur Listasafns Reykjavíkur. Það var opnað árið 2000.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Listasafn Reykjavíkur