Breiðholtskirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Breiðholtskirkja
Almennt
Prestakall:  Breiðholtsprestakall
Núverandi prestur:  Gísli Jónasson
Byggingarár:  1988
Arkitektúr
Efni:  Steinsteypa

Breiðholtskirkja er ein af þremur kirkjum í Breiðholti, hinar tvær eru Seljakirkja og Fella- og Hólakirkja. Breiðholtssöfnuður var stofnaður þann 14. janúar 1972 en bygging kirkjunnar hófst árið 1978 þegar sr. Lárus Halldórsson, þáverandi sóknarprestur og fyrsti prestur safnaðarins, tók fyrstu skóflustungu að kirkjunni.

Kirkjan er byggð eftir teikningu Guðmundar Kr. Kristinssonar og Ferdinands Alfreðssonar arkitekta og Harðar Björnssonar byggingarverkfræðinga. Steypuvinnu við kirkjuna lauk árið 1980 en kirkjan var vígð 13. mars 1988.

Núverandi sóknarprestur er sr. Gísli Jónasson en hann var kosinn sóknarprestur árið 1986 þegar sr. Lárus Halldórsson lét af störfum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.