Miðberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Miðberg er félagsmiðstöð fyrir 6 til 16 ára börn, stofnað árið 1999. Miðberg tók við af elstu félagsmiðstöð landsins, Fellahelli sem var stofnuð árið 1974. Miðberg þjónar efra- og neðra-Breiðholti og leggur áherslu á að vera með forvarnir og að stuðla að jákvæðum félagsþroska. Þar skiptist starfið upp í tvo hluta; annarsvegar barnastarf og hins vegar unglingastarf. Undir Miðberg fellur félagsmiðstöðin Hólmasel sem sinnir Seljahverfi.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.