Hljómskálagarðurinn

Hnit: 64°08′26″N 21°56′25″V / 64.14056°N 21.94028°V / 64.14056; -21.94028
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°08′26″N 21°56′25″V / 64.14056°N 21.94028°V / 64.14056; -21.94028

Hljómskálagarðurinn sunnan megin.

Hljómskálagarðurinn er lystigarður í miðborg Reykjavíkur nefndur er eftir Hljómskálanum sem í honum stendur. Hluti Tjarnarinnar er einnig innan garðsins. Í Hljómskálagarðinum eru nokkrar styttur, þeirra á meðal stytta af Jónasi Hallgrímssyni, sem áður stóð við Lækjargötu og önnur af Bertel Thorvaldsen en sú stóð upprunalega á Austurvelli. Aðstaða er í garðinum til þess að grilla og leiksvæði fyrir börn.

Upphaf hljómskálagarðsins var árið 1901 þegar tekið var frá land fyrir garðinn. Árið 1908 var sett fram fyrstu tillögur um útlit garðsins og sex árum síðar voru fyrstu trén í garðinum gróðursett. Hljómskálinn var byggður 1923 og garðurinn hlýtur nafn sitt af honum. Hljómskálinn er jafnframt fyrsta hús landsins sérstaklega byggt fyrir tónlist og fyrsti hljóðfæraskóli landsins var starfræktur í skálanum 1922.[1]

Á hátíðisdögum eins og 17. júní og Menningarnótt hafa verið haldnir tónleikar í garðinum.

Aðdragandi og fyrstu tillögur[breyta | breyta frumkóða]

Hljómskálagarður 1934.

Einar Helgason garðyrkjufræðingur hafði frumkvæði að því árið 1901 að boða til fundar í Hótel Íslandi um málefni Tjarnarsvæðisins. Þar var samþykkt að skora á bæjarstjórnina að tryggja að ekkert yrði gert til að spilla fyrir að gerður yrði skemmtistígur og lystigarður umhverfis Tjörnina. Slíkar hugmyndir höfðu þá verið settar fram í ræðu og riti næstu ár á undan. Viðbrögð bæjarstjórnar voru á þá leið að banna gerð mannvirkja meðfram þeim hlutum Tjarnarbakkans sem óbyggðir væru. Ekki treysti bærinn sér til að setja fjármagn í lystigarðsgerð að sinni, en að slíkt kæmi til greina síðar.

Sumarið 1908 dvaldist í Reykjavík danskur húsameistari, Fr. Kiörboe að nafni, en hann starfaði við byggingu Safnahússins. Kynni tókust með honum og Knud Zimsen bæjarverkfræðingi og unnu þeir saman uppdrætti að skemmtigarði við suðurenda Tjarnarinnar.

Tillögur þeirra félaga gerðu ráð fyrir að garðurinn næði yfir nokkurn veginn það svæði sem síðar varð, en að auki vildu þeir útbúa landfyllingu við norðvestanverðan Skothúsveg. Þar skyldi rísa garðskáli með veitingasölu og bátabryggju. Með austur- og vesturjaðri garðsins átti að gróðursetja tré og reisa steinveggi þeim til skjóls. Milli veggjanna skyldu svo rísa litlir torfkofar með sætum.

Á grunni þessarra hugmynda skilgreindi bæjarstjórn lóð fyrir lystigarð snemma árs 1909. Lítið varð þó úr framkvæmdum að sinni.[2]

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hljómskálagarðurinn[óvirkur tengill] Árbæjarsafn
  2. Úr bæ í borg. Endurminningar Knuds Ziemsen. Helgafell, Reykjavík 1952.
  3. Náðhús byggt neðanjarðar í Hljómskálagarðinum; grein í Tímanum 1956
  4. Stærsta tónlistarveisla sumarsins í Hljómskálagarðinum í kvöld Vísir
  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.