Fluglestin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fluglestin er hugmynd að háhraðlestarkerfi á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar sem fram kemur í skýrslu frá 2014. Í skýrslunni er miðað við opnun árið 2024 og er áætlaður heildarkostnaður um 150 milljarðar. Lestin myndi vera ofan jarðar frá Keflavíkurflugvelli til Hafnarfjarðar en þar færi lestin niður í jörð alla leið að Umferðarmiðstöðinni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin verði einkaframkvæmd.

Hugmyndir um járnbrautarlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar eiga sér nokkurra áratuga sögu en umræðan komst fyrst á flug í tengslum við fjölgun ferðamanna eftir aldamótin 2000 og áætlanir um að flytja Reykjavíkurflugvöll eða leggja hann niður. Könnun á hagkvæmni slíkrar lestar var gerð af Orkuveitu Reykjavíkur árið 2002. Árið 2014 gerði samráðshópur greinargerð með yfirskriftinni „Fluglestin: Mat á hagkvæmni hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur“.

Í desember 2015 tilkynntu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að þau stefndu að gerð samstarfssamnings við félagið Fluglestin, þróunarfélag ehf. um þróun hraðlestar til Keflavíkurflugvallar.[1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Vísir.is: Samstarf um skipulag vegna hraðlestar“. Sótt 15. desember 2015.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]