Flokkur:Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag landsins og eina borgin. Þannig er Reykjavík efnahagsleg, menningarleg og stjórnmálaleg þungamiðja landsins. 133.671 manns búa í Reykjavík (mars 2021, þar af eru um 11% innflytjendur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru yfir 230 þúsund í sjö sveitarfélögum.[1] Opinbert heiti sveitarfélagsins Reykjavíkur er Reykjavíkurborg.[2]

Ingólfur Arnarson, sem er í Landnámabók sagður vera fyrsti landnámsmaður Íslands, settist að á Íslandi árið 870, að því talið er, og bjó sér ból og nefndi Reykja(r)vík, þar sem borgin stendur nú. Nýlegir fornleifafundir í miðborg Reykjavíkur, einkum í Aðalstræti, Suðurgötu og Kirkjustræti benda til þess sama, og hafa fundist mannvistarleifar allt frá um 870. Sagan segir að Ingólfur hafi gefið bæ sínum nafnið vegna reykjarstróka sem ruku úr hverum í grenndinni.

Aðalgrein: Reykjavík
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. [1], Hagstofa.is, tekið 17. ágúst 2019
  2. http://www.althingi.is/altext/148/s/0558.html

Undirflokkar

Þessi flokkur hefur eftirfarandi 22 undirflokka, af alls 22.

Síður í flokknum „Reykjavík“

Þessi flokkur inniheldur 115 síður, af alls 115.