Flokkur:Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjavík er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag landsins og eina borgin. Þannig er Reykjavík efnahagsleg, menningarleg og stjórnmálaleg þungamiðja landsins. Í Reykjavík búa tæplega 140.000 manns (1. apríl 2023), þar af eru um 11% innflytjendur. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru um 249 þúsund í sjö sveitarfélögum.[1] Opinbert heiti sveitarfélagsins Reykjavíkur er Reykjavíkurborg.[2]

Ingólfur Arnarson, sem er í Landnámabók sagður vera fyrsti landnámsmaður Íslands, settist að á Íslandi árið 870, að því talið er, og bjó sér ból og nefndi Reykja(r)vík, þar sem borgin stendur nú. Nýlegir fornleifafundir í miðborg Reykjavíkur, einkum í Aðalstræti, Suðurgötu og Kirkjustræti benda til þess sama, og hafa fundist mannvistarleifar allt frá um 870. Sagan segir að Ingólfur hafi gefið bæ sínum nafnið vegna reykjarstróka sem ruku úr hverum í grenndinni.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Undirflokkar

Þessi flokkur hefur eftirfarandi 22 undirflokka, af alls 22.