Fara í innihald

Esja

Hnit: 64°15′36″N 21°39′06″V / 64.259993°N 21.65153°V / 64.259993; -21.65153
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Esja
Hæð914 metri
LandÍsland
SveitarfélagKjósarhreppur, Reykjavík
Map
Hnit64°15′36″N 21°39′06″V / 64.259993°N 21.65153°V / 64.259993; -21.65153
breyta upplýsingum

Esja (oft með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hæsti tindur Esju er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði, til að mynda við skógræktina við Mógilsá. Vinsælt er að ganga upp að Steini í 597 metrum og þaðan upp á Þverfellshorn í um 780 metrum.

Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi. Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur. Hætta er á snjóflóðum í fjallinu á ákveðnum stöðum. Hafa 4 látist í snjóflóðum frá 1979, síðast árið 2020[1].

Nafnið er líklega tengt norræna orðinu esja sem þýðir „flögusteinn“.[2]

Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð.

Útsýni frá Þverfellshorni.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Frétt á Rúv“. Janúar 2020.
  2. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989). Íslensk orðsifjabók.