Esjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Esja)
Jump to navigation Jump to search

Hnit: 64°14′24″N 21°37′48″V / 64.24000°N 21.63000°A / 64.24000; 21.63000

Esja
Esjan séð frá Reykjavík
Esjan séð frá Reykjavík
Hæð 914 metrar yfir sjávarmáli
Staðsetning Kjalarnes
Fjallgarður Enginn
Fyrir aðrar merkingar má sjá aðgreiningarsíðuna.

Esja (oftast með greini, Esjan) er fjall á Kjalarnesi, sem nú er innan borgarmarka Reykjavíkur, og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæðisins. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði, til að mynda við skógræktina við Mógilsá. Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi. Hæsti kambur á Esju miðri, séð úr Reykjavík, heitir Kerhólakambur.

Hætta er á snjóflóðum í fjallinu á ákveðnum stöðum. Hafa 4 látist í snjóflóðum frá 1979, síðast árið 2020.

Nafn[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið er líklega tengt norræna orðinu esja sem þýðir „flögusteinn“.[1]

Í Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð.

Útsýni frá Þverfellshorni.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989). Íslensk orðsifjabók.