Fara í innihald

Foldaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Foldaskóli er grunnskóli í Grafarvogi sem tók til starfa árið 1985 í hálfkláruðu húsnæði, en byggingarframkvæmdum lauk árið 1991. Aðsetur skólans eru við Logafold 1, 112 Reykjavík. Nemendur eru rúmlega 450 talsins.

Nemendum fjölgaði hratt og urðu flestir árið 1990 þegar nemendafjöldi fór rétt yfir 1.200 og þá að meðtöldu útibúi í Hamrahverfi. Vorið 2001 var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu þar sem komið var fyrir sérgreinastofum auk íþróttahúss.

Við skólann starfar Skólahljómsveit Grafarvogs. Samstarf um tónlistarkennslu er við Tónlistarskólann í Grafarvogi. Í húsnæði skólans rekur ÍTR frístundaheimilið Regnbogaland og félagsmiðstöðina Fjörgyn.

Skólastjórar skólans eru Arnfinnur Jónsson (1985-1992), Ragnar Gíslason (1992-2002), Kristinn Breiðfjörð (2002-2016), Ágúst Ólason (2015-2017), Bára Jóhannsdóttir (2017-2019) og Kristrún Guðjónsdóttir (2019-)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]