Grafarvogur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Hnit: 64°08′39″N 21°47′32″V / 64.14417°N 21.79222°V / 64.14417; -21.79222

Hverfi í Reykjavík
Reykjavik skjaldarmerki.jpg
Vesturbær
Miðborg
Hlíðar
Laugardalur
Háaleiti og Bústaðir
Breiðholt
Árbær
Grafarvogur
Kjalarnes
Grafarholt og Úlfarsárdalur
Grafarvogur (bláir hlutar)

Grafarvogur er hverfi í Reykjavík, sem afmarkast af ósum Elliðaár í vestri, samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að Mosfellsbæ og sjó. Hverfið er fjölbýlt og er það enn í uppbyggingu. Í hverfinu er ein kirkja, Grafarvogskirkja. Póstnúmer í Grafarvogi er 112. Árið 2013 voru íbúar Grafarvogs 17.148.

Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes.

Grafarvogur: Rimar og Borgir

Grafarvogur dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði en stóð innst við hann, við Grafarlæk fyrir sunnan Keldur.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.