Ufsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ufsi
Lýr (Pollachius pollachius)
Lýr (Pollachius pollachius)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Þorskfiskar (Gadiformes)
Ætt: Þorskaætt (Gadidae)
Ættkvísl: Pollachius
Nilsson, 1832
Tegundir

Lýr (Pollachius pollachius)
Ufsi (Pollachius virens)

Ufsi (fræðiheiti:Pollachius) er fiskur af þorskaætt. Á íslensku heita tegundirnar tvær sem tilheyra ættkvíslinni annars vegar ufsi (Pollachius virens) og hins vegar lýr (Pollachius pollachius). Ufsi er algengur allt í kringum Ísland en lýr fremur sjaldgæfur.

Ufsi er líka heiti á fiskum af annarri ættkvísl þorskaættar, Theragra, en þær tvær tegundir sem tilheyra þeirri ætt eru kallaðar Alaskaufsi og Noregsufsi.

Ufsi við strendur Íslands[breyta | breyta frumkóða]

Heimkynni[breyta | breyta frumkóða]

Ufsinn er í kringum allt landið en er mun algengari í hlýja sjónum sunnan og suðvesturlands en undan Norður- og Austanlandi. Ufsi er mjög hreyfanlegur fiskur og mjög háður umhverfisaðstæðum. Hann er ýmist uppsjávar- eða botnfiskur. Hann hefur fundist á 450 metra dýpi en heldur sig aðallega frá yfirborði og niður á 200 metra dýpi. Hann heldur sig í 4-12°C nema í Barentshafi þar sem hann finnst við 2°C. Ufsinn fer oft um hafið í stórum torfum í ætisleit og merkingar sýna að mikill flækingur er á honum.[1]

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Fæða ufsans er breytanleg eftir stærð og svæðum, Eftir að seiðin losna við kviðpokann éta þau fyrst smákrabbadýr og fisklirfur en síðan einkum burstorma, rifhveljur, krabbadýr, krabbaflær og ljósátu sem er yfirgnæfandi hjá uppvaxandi. Meðalstór ufsi (70 cm) étur aðallega smáskeljar, hrogn og skeljar. Fullorðinn ufsi étur ljósátu, fiskseiði og ýmsa litla fiska eins og loðnu og síld. Stærsti ufsinn étur gjarnan smokkfisk.[1]

Óvinir[breyta | breyta frumkóða]

Helstu óvinir eru sníkjudýr, hringormar, bandormar, krabbadýr og fleira. Hákarlar, selir og tannhvalir éta fullorðna fiskinn. Ungfiskar og seiði verða stærri fiskum og fuglum að bráð. Hrogn og lirfur verða smákrabbadýrum, hveljum og pílormum að bráð.[1]

Afli[breyta | breyta frumkóða]

Ufsaafli við Ísland var 50 þúsund tonn árið 2012, en hefur farið minnkandi frá árinu 2006 þegar veidd voru 78 þúsund tonn. Sjá mynd úr skýrslu Hafró til nánari upplýsingar.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Ólafur Karvel Pálsson (1998). Sjávarnytjar við Ísland. Mál og menning. bls. 184-187.
  2. Hafró. „Nytjastofnar sjávar 2012-2013“ (PDF). Ufsi. Sótt 5.11 2013.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.